Til baka
Harðangur og Klaustur
Harðangur og Klaustur

Harðangur og Klaustur

Vörunr.
Verðmeð VSK
24.900 kr.
4 Í boði

Lýsing

Harðangur og klaustur

Kennari: Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir.

Lengd námskeiðs: 3 skipti = 7.5 klst.

Tími: 25. september, 2. og 9. október - miðvikudagar kl 17-19.30

Námskeiðsgjald: 24.900kr. (22.410kr. fyrir félagsmenn) – nál, efni og garn í prufur er innifalið.

Námskeið í grunnatriðum harðangurssaums sem hentar vel byrjendum. Einkenni aðferðarinnar er flatsaumur, stólpar sem kastað er yfir og fyllingar í útklippt göt. Flatsaumur myndar nokkurs konar blokkir/þyrpingar sem raðast saman. Nemendur hafi með sér skæri, fingurbjörg og saumhring ef vill. Í seinni tímanum gefst nemendum tækifæri á að byrja á stærra verkefni s.s. dúkum og milliverkum.