Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Verslun

Verslun Heimilisiðnaðarfélagsins

Verslun Heimilisiðnaðarfélagsins er í Nethyl 2e Reykjavík.  S 551 5500

Sumaropnun - frá 1. júní - 31. ágúst er verslunin opin mánudaga til fimmtudag kl. 12 – 17 og á föstudögum kl. 12 - 16.

Frá 1. september lengist opnunartíminn í kl. 12-18 mánudaga - fimmtudaga en helst óbreyttur á föstudögum kl. 12-16.

Þar er hægt að fá allt efni og tillegg fyrir íslenska þjóðbúninga. Efni í búningana, svuntu- og skyrtuefni, kniplinga, skotthúfur, silkiklúta, útsaumsgarn og margt fleira tengt þjóðbúningum.

Það er mikið úrval af íslensku bandi, léttlopa, kambgarni, einbandi og lopa frá Ístex. Handverksbækur og blöð, prjónar, heklunálar og fleiri verkfæri.

Ýmislegt til vefnaðar og flest það sem þarf af efnum og verkfærum í tengslum við námskeið HFÍ

Mikið úrval af jurtalituðu kambgarni til útsaums.

Upptalningin á vörum í versluninni er alls ekki tæmandi. Sjón er sögu ríkari. Starfsfólki verslunarinnar býður alla velkomna til skrafs og ráðagerða og veitir margvíslegar upplýsingar um það sem viðkemur þjóðbúningum, ýmsu handverki og heimilisiðnaði, hráefni, vinnubrögðum, handverksfólki og ítarefni.

Sendum hvert á land sem er.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e