Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Viðburðir

Prjónakaffi - ný staðsetning - aftur!

Prjónakaffi Heimilisiðnaðarfélagsins, er haldið í Café Merski, Fákafeni 9, Reykjavík. mánaðarlega, fyrsta fimmtudag í mánuði, kl. 20.00.  Hægt er að koma fyrr og fá léttan kvöldverð.

Prjónakaffið er frábær vettvangur handverksfólks til að hittast og bera saman bækur sínar og verkefni. Í hverju prjónakaffi kemur gestur og kynnir hugðarefni sitt, oftast eitthvað sem tengist handverki á einhvern hátt.

Prjónakaffið flytur 6. desember í café Merski, Fákafeni 9,  sjá staðsetningu hér. 

ALLIR ERU VELKOMNIR Í PRJÓNAKAFFI.

Opið hús

Þriðja miðvikudag í mánuði, kl. 13:00 - 16:00 er opið hús í Nethylnum.  Þá bjóðum við öllum félagsmönnum og gestum þeirra sérstaklega í heimsókn. Það er heitt á könnunni og oftast eitthvert meðlæti.

Það er hægt að koma með handavinnuna með sér, eða ekki, og eiga notalegt spjall við starfsmenn HFÍ og aðra félagsmenn.

VERIÐ HJARTANLEGA VELKOMIN.

Display # 
Title Author Hits
Fastir liðir Written by Administrator 8148

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e