Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Námskeið

Jurtalitun

jurtalitun2Nemendur kynnast nokkrum íslenskum jurtum sem notaðar hafa verið til litunar. Farið verður að tína jurtir í nágrenninu. Kennd er meðhöndlun á ull áður en hún er lituð. Ullarband er grunnlitað með jurtalitum og yfirlitað t.d. með kopar og járni. Einnig verða notuð erlend lífræn efni s.s. indigo og kaktuslús. Nemendur fá kennslugögn og útbúa vinnubók með prufum.

Kennarar: Sigrún Helgadóttir og Þorgerður Hlöðversdóttir.
Lengd námskeiðs: 4 skipti = 15 klst.
Tími: 14., 15., 16. og 17. september - fimmtudag og föstudag kl. 19-22, laugardag kl. 10 - 16 og sunnudag kl. 10 - 13.
Námskeiðsgjald: 38.400 kr. (34.560 kr. fyrir félagsmenn) -  efni innifalið.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e