Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Ýmis námskeið

Eplakarfa / prjónakarfa

eplakarfa netidKennd eru undirstöðuatriði í körfuvefnaði. Nemendur læra að gera stóra og myndarlega körfu sem gengur undir heitinu eplakarfa en hún hentar ekki síður vel undir prjónadót. Körfugerðin tekur tvö kvöld með heimavinnu. Hægt er að skreyta körfuna á ýmsan hátt t.d. með lituðum tágum og snæri. Kennari: Margrét Guðnadóttir.

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.

Tími: 9. og 16. janúar - tvö mánudagskvöld kl. 18 - 21.

Námskeiðsgjald: 18.400 kr. (16.960 kr. fyrir félagsmenn) - efnisgjald er innifalið.

Vínviðarkarfa

vinvidarkarfaUnnin er karfa þar sem vínviður er uppistaðan / kanturinn.  Karfan er falleg á borði fyrir  brauð eða ávexti. Þessi aðferð gefur möguleika á að nota ýmsan efnivið úr náttúrunni, liti og annað efni. Skemmtileg karfa sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum.  Kennt verður að lita körfuna í lok námskeiðs.

Kennari: Margrét Guðnadóttir.

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.

Tími: 20. og 27. febrúar - tvö mánudagskvöld kl. 18 - 21.

Námskeiðsgjald: 17.400kr. (15.660 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Fléttun kaffipoka / skáfléttun

skaflettunÁ námskeiðinu er kennd skáfléttun með lengjum úr endurnýttum kaffipökkum. Fléttuð er karfa sem kennir undirstöðuatriðin í verkinu. Nemendur mæti með kaffipoka (sem búið er að klippa upp og þvo), skurða­mottu, reglustiku, skurðahníf og bréfa- eða þvottaklemmur. Skáfléttun gefur aukna möguleika á fjölbreyttum hlutum, s.s. körfum, buddum og veskjum.

Kennari: Astrid Björk Eiríksdóttir.

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.

Tími: 6. og 8. febrúar - mánudag og miðvikudag kl. 18:30 - 21.30.

Námskeiðsgjald: 14.400 kr. (12.960 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Fléttun kaffipoka - örnámskeið

kaffipokar bestKennd eru undirstöðuatriði í fléttun kaffipoka með því að gera litla körfu. Notaðir eru kaffipakkar sem skornir eru niður í lengjur. Nemendur mæti með eigin kaffipoka (sem búið er að klippa upp og þvo), skurðamottu, skurðahníf, góða reglustiku og bréfa- eða þvotta­klemmur. Hægt er að fá kaffipoka á staðnum og áhöld að láni.

Kennari: Astrid Björk Eiríksdóttir.

Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.

Tími: 14. Febrúar - eitt þriðjudagskvöld kl. 18:30 - 21:30.

Námskeiðsgjald: 7.000 kr. (6.300 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Gamlar gallbuxur - endurvinnsla - örnámskeiðrfshf

gallabuxurNemendur velja úr mismunandi verkefnum sem öll eru unnin úr gömlum gallabuxum. Hver og einn velur fyrir sig hvaða verkefni hann vill vinna þetta kvöld, t.d. snyrtibuddu, skál, tuðrur, hjörtu og önnur smáverkefni. Sýnishorn á staðnum. Nemendur komi með saumavél og gamlar gallabuxur.

Kennari: Gunnlaug Hannesdóttir.

Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.

Tími: 16. febrúar - miðvikudag kl. 18.30 - 21.30.

Námskeiðsgjald: 7.000 kr. (6.300 kr. fyrir félagsmenn).

Unnið úr plastpokum - örnámskeið

Mikið af plastpokum fellur til á hverju heimili. Á námskeiðinu er kennt hvernig nýta má plastpoka og gefa þeim nýjan tilgang. Auðvelt er að búa til "efni" úr plastpokum og sníða úr því og sauma poka, buddur, snyrtibuddur, bókarkápur o.fl. Einnig verður kennt að klippa plastpoka niður í ræmur og og prjóna eða hekla úr þeim.

Kennari: Gunnlaug Hannesdóttir.

Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.

Tími: 26. apríl - miðvikudag kl. 18.30 - 21.30.

Námskeiðsgjald: 7.000 kr. (6.300 kr. fyrir félagsmenn).

Sápugerð - örnámskeið

sapugerd2Á námskeiðinu er farið yfir hvernig sápa verður til og hvað þarf af efnum og áhöldum til sápugerðar í föstu formi. Algeng aðferð er kennd en fleiri nefndar. Kennslan hefst á fyrirlestri en að því loknu er sýnikennsla þar sem gerð er sápa sem nemendur fá með sér heim.

Námskeið I:

Leiðbeinandi: Ólafur Árni Halldórsson.

Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.

Tími: 8. maí - mánudag kl. 18 – 21.

Námskeiðsgjald: 8.000 kr. (7.200 kr. fyrir félagsmenn) - efni innifalið.

Námskeið II:

Kennari: Ólafur Árni Halldórsson.

Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.

Tími: 10. maí - miðvikudag kl. 18 – 21.

Námskeiðsgjald: 8.000 kr. (7.200 kr. fyrir félagsmenn) - efni innifalið.

Jurtalitun

2016 jurtalitunNemendur kynnast nokkrum íslenskum jurtum sem notaðar hafa verið til litunar. Farið verður að tína jurtir í nágrenninu. Kennd er meðhöndlun á ull áður en hún er lituð. Ullarband er grunnlitað með jurtalitum og yfirlitað t.d. með kopar og járni. Einnig verða notuð erlend lífræn efni s.s. indigo og kaktuslús. Nemendur fá kennslugögn og útbúa vinnubók með prufum. Kennarar: Sigrún Helgadóttir og Þorgerður Hlöðversdóttir.

Lengd námskeiðs: 4 skipti = 15 klst.

Tími: 8. - 11. júní - fimmtudag og föstudag kl. 19-22, laugardag kl. 10 - 16 og sunnudag kl. 10 - 13.

Námskeiðsgjald: 38.400 kr. (34.560 kr. fyrir félagsmenn) - efni innifalið.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e