Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Vefnaður

Almennur vefnaður – 5 dagar

Almennur vefnaður - 5 dagarNámskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum. Ofnar eru prufur með margskonar aðferðum í einskeftu, vaðmáli, satíni (ormeldúk) og samsettum bindingum. Nemendur fara á milli vefstóla og vinna saman við uppsetningu. Meðal aðferða: Teppavefur Peter Collingwood og Taqueté, Rips (þráðavefur) fínn og grófur, værðarvoð úr íslenskri ull, púðar (samsettar bindingar), dúkarenningar (salún og daladregill), tvöfaldur vefur o.fl.

Kennarar: Guðrún Kolbeins og Sigríður Ólafsdóttir.
Lengd námskeiðs: 5 skipti / dagar = 35 klst.
Tími: 11., 12., 13., 14., og 15. júní, þriðjudag til laugardags kl. 9 - 16.
Námskeiðsgjald: 91.000 kr. (81.900 kr. fyrir félagsmenn) - Vefjarefni er innifalið.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e