Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Vefnaður

Treflar og sjöl – 4 vikna námskeið

Treflar og sjöl – 4 vikna námskeiðUnnið er með fínan þráð úr ull, hör og krepull í treflum og sjölum. Með samsetningu tveggja þráða í vefinn er hægt að fá undraverða áferð á efnið. Í fyrsta tíma hittast nemendur á vinnustofu kennara og velja efni og eina gerð vefnaðar. Í vefstofunni setja nemendur upp í tvö stykki en með ólíku litavali fást tveir ólíkir hlutir. Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem og lengra komnum.

Kennari: Guðrún Kolbeins.
Lengd námskeiðs: 8 skipti = 36 klst.
Tími: sun. 31. mars kl. 10-12 (á vinnustofu kennara), 1., 2., 6., 8., 13., 15.  apríl, mán. og þri. kl. 18 - 21 og lau. kl. 9 - 15. Nemendur hittast eftir páska í samráði við kennara vegna frágangs verka - kennsla fer fram í vefstofu í Nethyl 2e.
Námskeiðsgjald: 91.800 kr. (82.620 kr. fyrir félagsmenn) - Vefjarefni er ekki innifalið. 

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e