Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Vefnaður

Vefnaðarnámskeið, 5 vikur

Vefnaðarnámskeið, 5 vikurNámskeiðið er ætlað byrjendum en hentar einnig þeim sem vilja upprifjun í vefnaði. Allir þátttakendur fá vefstól til umráða. Farið er í; grunnþætti uppsetningar, grunnbindingar einskeftu og vaðmáls og samsettar bindingar. Lögð er áhersla á hvernig nota má liti, efni og bindingar sem útkomu á munstri. Kennari aðstoðar við val á verkefnum sem geta verið værðarvoðir, púðar, borðrenningar, diskamottur o.fl. Nemendur hafa tækifæri til að vefa prufu í uppsetta vefstóla í upphafi námskeiðsins.

Kennari: Sigríður Ólafsdóttir.
Lengd námskeiðs: 12 skipti = 36 klst. + frjáls aðgangur að vefstofu á opnunartíma HFÍ.
Tími:  5. október - 7. nóvember: Laugardaga kl. 9 - 12 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18 - 21. 5., 8., 10., 12., 15., 17., 19., 24., 26. og 31. október, 2. og 7 nóvember. 
Fyrstu tvær vikurnar er kennt lau., þrið. og fim. en næstu þrjár vikur fim. og lau.
Námskeiðsgjald: 97.200 kr. (87.480 kr. fyrir félagsmenn) - Vefjarefni er ekki innifalið.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e