Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Vefnaður

Vefnaðarnámskeið, janúar-febrúar / 5 vikur

damaskvefnadurNámskeiðið er ætlað byrjendum sem og lengra komnum sem vilja bæta við þekkingu sína í vefnaði. Allir þátttakendur fá vefstól til umráða. Verkefnaval er frjálst en á þessu námskeiði býðst nemendum að spreyta sig á damask­vefnaði með munstrum úr Sjónabókinni. Þátttakendur fá leiðbeiningar um efni og bindingar sem hæfa viðfangsefninu, s.s. þéttleika uppistöðu og ívafs. Unnið er með vefnaðarforritið WeavPoint við gerð uppskrifta þar sem við á.

Kennari: Guðrún Kolbeins.

Lengd námskeiðs: 12 skipti = 36 klst. + frjáls aðgangur að vefstofu á opnunartíma HFÍ.

19. janúar – 21. febrúar, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18 - 21 og laugardaga kl. 9 - 12.

Fyrstu tvær vikurnar kennt þri., fim. og lau. en næstu þrjár vikur þri. og lau.

Námskeiðsgjald: 86.400 kr. (77.760 kr. fyrir félagsmenn) - vefjarefni er ekki innifalið.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e