Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Vefnaður

Vefnaðarnámskeið - fimm vikur

vefnadur gkNámskeiðið er ætlað byrjendum en hentar einnig þeim sem vilja upprifjun í vefnaði. Allir þátttakendur fá vefstól til umráða. Farið er í; grunnþætti uppsetningar, grunnbindingar einskeftu og vaðmáls og samsettar bindingar. Lögð er áhersla á hvernig nota má liti, efni og bindingar sem útkomu á munstri. Kennari aðstoðar við val á verkefnum sem geta verið værðarvoðir, púðar, borðrenningar, diskamottur o.fl.

Námskeið I: janúar- mars

Kennari: Guðrún Kolbeins Jónsdóttir.
Lengd námskeiðs: 12 skipti = 36 klst. + frjáls aðgangur að vefstofu á opnunartíma HFÍ.  29. janúar – 3. mars, mánudag og þriðjudaga kl. 18 - 21 og laugardaga kl. 9 - 12.  
Fyrstu tvær vikurnar kennt mán., þri., og lau. en næstu þrjár vikur mán. og lau.
Námskeiðsgjald: 86.400 kr. / 66.400 kr. (77.760 kr. / 57.760 kr. fyrir félagsmenn) - Vefjarefni er ekki innifalið. Athugið: Velunnari félagsins styrkir hvern þátttakanda um 20.000 kr. til lækkunar námskeiðsgjalds.

Námskeið II: apríl - maí

Kennari: Sigríður Ólafsdóttir.
Lengd námskeiðs: 12 skipti = 36 klst. + frjáls aðgangur að vefstofu á opnunartíma HFÍ.
17. apríl – 19. maí, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18 - 21 og laugardaga kl. 9 - 12.
Fyrstu tvær vikurnar kennt þri., mið. og lau. en næstu þrjár vikur mið. og lau.
Námskeiðsgjald: 86.400 kr. / 66.400 kr. (77.760 kr. / 57.760 kr. fyrir félagsmenn) - Vefjarefni er ekki innifalið. Athugið: Velunnari félagsins styrkir hvern þátttakanda um 20.000 kr. til lækkunar námskeiðsgjalds.

Spjaldvefnaður

spaldvefnadur 2Spjaldofin bönd eru skrautleg og mjög sterk. Þau eru t.d. notuð í skreytingu á fatnað (víkingabúninga), belti, axlabönd, gítarólar og reiðtygi. Nemendur læra að setja upp vef eftir uppskrift, gera uppistöðu, þræða spjöldin og vefa nokkur tilbrigði af böndum með grunnaðferð.

Kennari: Philippe Ricart.
Lengd námskeiðs:  4 skipti = 12 klst.
Tími: 20. og 27. febrúar og 6. og 13. mars - þriðjudaga kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 29.800 kr. (26.820 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Spjaldvefnaður II - framhaldsnámskeið

spjaldvefnadur frhFramhaldsnámskeið í spjaldvefnaði ætlað þeim sem áður hafa farið á grunnnámskeið eða kunna aðferðina. Á námskeiðinu er farið í tvöfaldan vefnað. Nemendur setja upp vef og vefa prufur með mismunandi tækni, m.a. íslensku aðferðinni. Ofin eru bæði munstur og letur.

Kennari: Philippe Ricart.
Lengd námskeiðs:  4 skipti = 12 klst.
Tími: 11., 18. og 25. apríl og 2. maí - miðvikudaga kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 29.800 kr. (26.820 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Þrívíddarvefnaður

thrividdarvefnadurVefnaðurinn er unnin á blindramma í tvívídd en verður að þrívídd með frágangi í lokinn. Kennt er hvernig formið er útfært fyrir vefnaðinn sem getur verið 3-kanta til 8-kanta askja eða box. Efniviðurinn er hör og aðrar sam­svarandi jurtatrefjar.

Kennari: Guðrún Kolbeins Jónsdóttir.
Lengd námskeiðs:  2 skipti = 6 klst.
Tími námskeið I: Mánudaginn 5. mars kl. 18 - 21 og laugardaginn 10. mars kl. 9 - 12.
Tími námskeið II: Þriðjduaginn 6. mars kl. 18 - 21 og laugardaginn 10. mars kl. 9 - 12.
Námskeiðsgjald: 16.200  kr. (14.580 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Myndvefnaður

myndvefnadurOfið er á blindramma. Myndvefnaður býður upp á marga möguleika í efnisvali og útfærslum. Nemendur hugi að myndefni fyrir námskeiðið, t.d. ljósmynd eða teikningu. Uppistaða strekkt á blindramma og efni valið í ívaf. Farið er í handbrögð, ýmsar vefnaðaraðferðir, frávik og frágang á myndum.

Kennari: Ólöf Einarsdóttir.
Lengd námskeiðs:  6 skipti = 18 klst.
Tími: 10., 17. og 24. apríl og 8., 15. og 22. maí þriðjudaga kl. 18:30 - 21:30.
Námskeiðsgjald: 44.200 kr. (39.700 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e