Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Vefnaður

Mottuvefnaður - 3 vikur

teppanamskeid netidNámskeiðið er ætlað þeim sem hafa grunn þekkingu á vefnaði. Nemendur læra tæknilega útfærslu á mottuvef og frágangi á mottum. Ofnar eru prufur og hver nemandi setur upp í vefstól og vefur mottu. Allir þátttakendur fá vefstól til umráða.
Kennari: Guðrún Kolbeins
Lengd námskeiðs: 9 skipti = 27 klst. + fráls aðgangur að vestofu á opnunartíma HFÍ.
13. september - 1. október, mánudaga og fimmtudaga kl. 18-21 og laugardaga kl. 9-12.
Námskeiðsgjald: 75.600 kr. (68.000 kr. fyrir félagsmenn) - Vefjarefni er ekki innifalið.

Vefnaðarnámskeið - 5 vikur

vefnadur 2Námskeiðið er ætlað byrjendum en hentar einnig þeim sem vilja upprifjun í vefnaði. Allir þátttakendur fá vefstól til umráða. Farið er í; grunnþætti uppsetningar, grunnbindingar einskeftu og vaðmáls og samsettar bindingar. Lögð er áhersla á hvernig nota má liti, efni og bindingar sem útkomu á munstri. Kennari aðstoðar við val á verkefnum sem geta verið værðarvoðir, púðar, borðrenningar, diskamottur o.fl.

Kennari: Sigríður Ólafsdóttir.
Lengd námskeiðs: 12 skipti = 36 klst. + frjáls aðgangur að vefstofu á opnunartíma HFÍ.
16. október – 17. nóvember, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18 - 21 og laugardaga kl. 9 - 12.
Fyrstu tvær vikurnar kennt þri., fim. og lau. en næstu þrjár vikur fim. og lau.
Námskeiðsgjald: 100.800 kr. / 80.800 kr. (90.720 kr. / 70.720 kr. fyrir félagsmenn) - Vefjarefni er ekki innifalið. 
Athugið: Velunnari félagsins styrkir hvern þátttakanda um 20.000 kr. til lækkunar námskeiðsgjalds.

Spjaldvefnaður

spaldvefnadur 2Spjaldofin bönd eru skrautleg og mjög sterk. Þau eru t.d. notuð í skreytingu á fatnað (víkingabúninga), belti, axlabönd, gítarólar og reiðtygi. Nemendur læra að setja upp vef eftir uppskrift, gera uppistöðu, þræða spjöldin og vefa nokkur tilbrigði af böndum með grunnaðferð.

Kennari: Philippe Ricart.
Lengd námskeiðs:  4 skipti = 12 klst.
Tími: 24. og 31. október og 7. og 14. nóvember - miðvikudaga kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 34.600 kr. (31.140 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Myndvefnaður

myndvefnadurOfið er á blindramma. Myndvefnaður býður upp á marga möguleika í efnisvali og útfærslum. Nemendur hugi að myndefni fyrir námskeiðið, t.d. ljósmynd eða teikningu. Uppistaða strekkt á blindramma og efni valið í ívaf. Farið er í handbrögð, ýmsar vefnaðaraðferðir, frávik og frágang á myndum.

Kennari: Ólöf Einarsdóttir.
Lengd námskeiðs:  6 skipti = 18 klst.
Tími: 25. október,8., 15.,22. og 29. nóvember og 13. desember fimmtudaga kl. 18:30 - 21:30.
Námskeiðsgjald: 51.400 kr. (46.260 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Fótvefnaður / slynging

fotvefnadur 1 netidKennd er einföld bandagerð þar sem bönd eru ofin án allra áhalda, en uppistaðan strekkt á eigin fæti þegar ofið er. Aðferðin er gömul en böndin voru t.d. notuð í sokkabönd og styttubönd. Böndin geta verið langröndótt, þverröndótt og mynstruð. Síðasta kvöldið læra nemendur að brydda, með því að slyngja en við þar er notuð sama aðferð og við fótvefnað.

Kennari: Herborg Sigtryggsdóttir 
Lengd námskeiðs: 4 skipti = 12 klst.
Tími: 23. október - 13. nóvember þriðjudaga kl. 18.30 - 21:30.
Námskeiðsgjald: 33.600 kr. (30.240 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

 

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e