Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Vefnaður

Glitvefnaður

GlitvefnaðurGlitvefnaður er gömul íslensk aðferð við að vefa myndir eftir reitamunstri og var t.d. algengt á söðuláklæðum. Nemendur setja upp í vefstól og vefa niður. Verkefni geta t.d. verið púðaver eða vegghengi. Námskeiðið hentar þeim sem hafa áður kynnst vefnaði. Kjörið að nota munstur úr Íslensku sjónabókinni.

Kennari: Herborg Sigtryggsdóttir.
Lengd námskeiðs: 6 skipti = 18 klst.
Tími: Laugardagurinn 1. febrúar kl. 10 - 13. 4., 11., 13. og 18. febrúar og 3. mars - þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 50.400 kr. (45.360 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Prufuvefnadur

Vefnaðarnámskeið, 5 vikur

Námskeiðið hentar byrjendum jafnt og þeim sem vilja upprifjun í vefnaði. Nemendur setja sameiginlega upp í vefstóla og vefa að lágmarki átta mismunandi prufur t.d. vaðmál, odda vaðmál, hringjavaðmál, vöffluvef, glit, þráðavef, pokavoð o.fl. Námskeiðið er góður grunnur til að átta sig á möguleikum og fjölbreytileika vefnaðar.

Kennari: Sigríður Ólafsdóttir.
Lengd námskeiðs: 9 skipti = 36 klst. + frjáls aðgangur að vefstofu á opnunartíma HFÍ.
Tími: Laugardag og sunnudag 14. og 15. mars kl. 9 - 16. 17., 18., 24., 25., 31. mars og 1. apríl - þriðjudagar og miðvikudagar kl. 18 - 21. Laugardagurinn 4. apríl kl. 9 - 16.
Námskeiðsgjald: 100.800 kr. (90.720 kr. fyrir félagsmenn) - vefjarefni er innifalið.

Vefnaðarnámskeið – framhaldsnámskeið

Vefnaðarnámskeið - framhaldsnámskeið

Námskeiðið er ætlað þeim sem áður hafa komið á námskeið eða hafa reynslu af vefnaði. Allir þátttakendur fá vefstól til umráða. Kennari aðstoðar við val á verkefnum og leiðbeinir við útreikninga og uppsetningu. Viðvera kennara er talsverð í upphafi námskeiðsins (fyrstu þrjár vikurnar) en nemendur hafa aðgang að vefstofu á opnunartíma HFÍ fram í júní (samtals sjö vikur). Námskeiðið hentar vel þeim sem þegar hafa kynnst vefnaði.

Kennari: Sigríður Ólafsdóttir.
Lengd námskeiðs: 5 skipti = 15 klst.
Tími:  Laugardaginn 25. apríl kl. 9 - 16. 28. og 29. apríl - þriðjudag og miðvikudag kl. 18 - 21. Laugardagurinn 2. maí kl. 9 - 16 og miðvikudagurinn 6. maí kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 58.800 kr. (52.920 kr. fyrir félagsmenn) - vefjarefni er ekki innifalið.

Myndvefnaður

Myndvefnaður

Ofið er á blindramma. Myndvefnaður býður upp á marga möguleika í efnisvali og útfærslum. Nemendur hugi að myndefni fyrir námskeiðið, t.d. ljósmynd eða teikningu. Uppistaða strekkt á blindramma og efni valið í ívaf. Farið er í handbrögð, ýmsar vefnaðaraðferðir, frávik og frágang á myndum.

Kennari: Ólöf Einarsdóttir.
Lengd námskeiðs:  6 skipti = 18 klst.
Tími: 28. janúar, 4., 11., 18., og 25. febrúar og 3. mars -  þriðjudaga kl. 17:30 - 20:30.
Námskeiðsgjald: 50.400 kr. (45.360 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Spjaldvefnaður

SpjaldvefnaðurSpjaldofin bönd eru skrautleg og mjög sterk. Þau eru t.d. notuð í skreytingu á fatnað (víkingabúninga), belti, axlabönd, gítarólar og reiðtygi. Nemendur læra að setja upp vef eftir uppskrift, gera uppistöðu, þræða spjöldin og vefa nokkur tilbrigði af böndum með grunnaðferð.

Kennari: Philippe Ricart sjá nánar á Handverksstofan.
Lengd námskeiðs:  4 skipti = 12 klst.
Tími: 9., 16., 23. og 30. mars - mánudagar kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 35.600 kr. (32.040 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Vefnaður með Åse Eriksen

ase eiriksen

Åse Eriksen er norsk vefnaðarlistakona (sjá www.aaseeriksen.no). Hún lærði í Norska ríkislistaskólanum í Bergen og hefur verið með eigin verkstæði/vefstofu síðan snemma á níunda áratugnum. Hún hefur unnið í mörg ár sem listamaður og ráðgefandi fyrir kirkjur. Á seinni árum hefur Åse rannsakað og unnið með fornan vefnað/textil sem hafa fundist í Noregi. Hún vinnur með öðrum textilfræðimönnum sem leggja til sína þekkingu og sjónarhorn. Vefnaðartækni Åse byggir á gamalli og nýrri tækni; tengir forn verkfæri og aðferðir við nýja þekkingu.

Á námskeiðinu sýnir Åse hvernig hægt er að nota gömul mynstur með einföldum vefstólum með 2-6 sköftum (sjá hér: http://www.kirketekstiler.com/teknikker.htm). Aðferðirnar voru notaðar til að vefa mynstur og notuð er tækni til að geyma og endurtaka mynstur einingu. Þessar aðferðir þróuðust fyrst í Kína til að vefa úr silki. Síðan bárust aðferðirnar vestur yfir mið-Asíu, til Miðjarðarhafsins og Evrópu um miðaldirnar. Við getum notað þessar aðferðir með ýmsum efnum sem við þekkjum í dag. 

Námskeiðið er ætlað nemendum sem þegar hafa nokkra reynslu af vefnaði, efni ekki innifalið.

Kennari: Åse Eriksen

Lengd námskeiðs: 30 klst.

Tími: 24. - 28. ágúst 2020, mánudag – föstudags kl. 9-16

Verð: 88.000 kr. (79.200 kr. fyrir félagsmenn)

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e