Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Vefnaður

Handþurrkur – þemanámskeið 2 vikur

Handþurrkur – þemanámskeið 2 vikurOfnar eru nýstárlegar bómullar hand­þurrkur í margbreytilegri einskeftu eftir uppskrift frá Ingegerd Anderson. Valið er úr fjölmörgum mynstrum sem sýnd eru í Weave Point. Kennt er að að rekja með tveimur þráðum í skil úr sitt hvoru efninu, draga í kaflainndrátt á 6 og 8 sköft, hnýta fram með sparhnúta­aðferð og að hafa val um að skipta um uppbindingu og vefa tvö mismunandi mynstur með sama inndrætti. Fléttaðir eru ferkantaðir hankar með japanskri aðferð.

Kennari: Guðrún Kolbeins.
Lengd námskeiðs: 6 skipti = 24 klst. + frjáls aðgangur að vefstofu á opnunartíma HFÍ.
Tími: 14., 15., 19. 21., 22. og 26. janúar, mán. og þri. kl. 18 - 21 og laugardaga kl. 9 - 15.
Námskeiðsgjald: 59.400 kr. (53.460 kr. fyrir félagsmenn) - Vefjarefni er ekki innifalið.

Vefnaðarnámskeið, 5 vikur

Vefnaðarnámskeið, 5 vikurNámskeiðið er ætlað byrjendum en hentar einnig þeim sem vilja upprifjun í vefnaði. Allir þátttakendur fá vefstól til umráða. Farið er í; grunnþætti uppsetningar, grunnbindingar einskeftu og vaðmáls og samsettar bindingar. Lögð er áhersla á hvernig nota má liti, efni og bindingar sem útkomu á munstri. Kennari aðstoðar við val á verkefnum sem geta verið værðarvoðir, púðar, borðrenningar, diskamottur o.fl.

Kennari: Sigríður Ólafsdóttir.
Lengd námskeiðs: 12 skipti = 36 klst. + frjáls aðgangur að vefstofu á opnunartíma HFÍ.
9. febrúar - 9. mars , laugardaga kl. 9 - 12 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18 - 21. 9., 12., 14.,16.,19.,21., 23., og 28. febrúar og 2., 7., 9., og 14. mars.
Fyrstu tvær vikurnar kennt þri., fim. og lau. en næstu þrjár vikur fim. og lau.
Námskeiðsgjald: 91.800 kr. (82.620 kr. fyrir félagsmenn) - Vefjarefni er ekki innifalið.

Myndvefnaður

myndvefnadurOfið er á blindramma. Myndvefnaður býður upp á marga möguleika í efnisvali og útfærslum. Nemendur hugi að myndefni fyrir námskeiðið, t.d. ljósmynd eða teikningu. Uppistaða strekkt á blindramma og efni valið í ívaf. Farið er í handbrögð, ýmsar vefnaðaraðferðir, frávik og frágang á myndum.

Kennari: Ólöf Einarsdóttir.
Lengd námskeiðs:  6 skipti = 18 klst.
Tími: 5., 12., 19., 26. febrúar og 5., 12. mars þriðjudaga kl. 18:30 - 21:30.
Námskeiðsgjald: 48.600 kr. (43.740 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Brellur í vefnaði - Fyrirlestur og 2 daga námskeið

Brellur í vefnaði - Fyrirlestur og 2 daga námskeiðKadi Pajupuu frá Eistlandi fann upp og þróaði railreed sem er aukahlutur við vefstóla sem gerir kleift að breyta eiginleikum uppistöðunnar á meðan ofið er. Á námskeiðinu læra nemendur að vinna með Railreed og aðra aukahluti í þeim tilgangi að skapa nýja og óvenjuleg möguleika í vefnaði. Námskeiðið er í samvinnu við Textíl¬félagið og er fyrir vana vefara.

Kennari: Kadi Pajupuu og Marilyn Piirsalu.
Lengd námskeiðs: 2 skipti / dagar = 14 klst.
25. mars mánudagur fyrirlestur kl. 19:30, 26. - 27. mars, þri. og mið. kl. 9 - 16.
Námskeiðsgjald: 37.800 kr. (34.000 kr. fyrir félagsmenn) - Vefjarefni er ekki innifalið.

Treflar og sjöl – 4 vikna námskeið

Treflar og sjöl – 4 vikna námskeiðUnnið er með fínan þráð úr ull, hör og krepull í treflum og sjölum. Með samsetningu tveggja þráða í vefinn er hægt að fá undraverða áferð á efnið. Í fyrsta tíma hittast nemendur á vinnustofu kennara og velja efni og eina gerð vefnaðar. Í vefstofunni setja nemendur upp í tvö stykki en með ólíku litavali fást tveir ólíkir hlutir. Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem og lengra komnum.

Kennari: Guðrún Kolbeins.
Lengd námskeiðs: 8 skipti = 36 klst.
Tími: sun. 31. mars kl. 10-12 (á vinnustofu kennara), 1., 2., 6., 8., 13., 15.  apríl, mán. og þri. kl. 18 - 21 og lau. kl. 9 - 15. Nemendur hittast eftir páska í samráði við kennara vegna frágangs verka - kennsla fer fram í vefstofu í Nethyl 2e.
Námskeiðsgjald: 91.800 kr. (82.620 kr. fyrir félagsmenn) - Vefjarefni er ekki innifalið. 

Almennur vefnaður – 5 dagar

Almennur vefnaður - 5 dagarNámskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum. Ofnar eru prufur með margskonar aðferðum í einskeftu, vaðmáli, satíni (ormeldúk) og samsettum bindingum. Nemendur fara á milli vefstóla og vinna saman við uppsetningu. Meðal aðferða: Teppavefur Peter Collingwood og Taqueté, Rips (þráðavefur) fínn og grófur, værðarvoð úr íslenskri ull, púðar (samsettar bindingar), dúkarenningar (salún og daladregill), tvöfaldur vefur o.fl.

Kennarar: Guðrún Kolbeins og Sigríður Ólafsdóttir.
Lengd námskeiðs: 5 skipti / dagar = 35 klst.
Tími: 11., 12., 13., 14., og 15. júní, þriðjudag til laugardags kl. 9 - 16.
Námskeiðsgjald: 91.000 kr. (81.900 kr. fyrir félagsmenn) - Vefjarefni er innifalið.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e