Útsaumur og uppsetning púða

Refilsaumur

refilsaumurRefilsaumur er forn útsaumsaðferð en reflar skreyttu hús og kirkjur á miðöldum. Útlínur eru saumaðar fyrst og síðan er fyllt inn í fletina. Að lokum eru saumaðar aukaútlínur, andlit eða önnur atriði sem þurfa áherslu. Refilsaumur er einstaklega fallegur til að sauma út myndir og fyllta fleti. Nemendur læra aðferðina og sauma litla mynd.

Kennari: Dóra Guðrún Ólafsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 4. og 11. apríl - fimmtudaga kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 17.200 kr. (15.480 kr. fyrir félagsmenn) - nál, efni og garn er innifalið.