Útsaumur og uppsetning púða

Gamli krosssaumurinn - fléttuspor

isl krosssaumurinnKenndur er gamli íslenski krosssaumurinn (fléttuspor). Nemendur gera fallega prufu með munstri úr Sjónabókinni eða öðrum bókum sem síðar má setja í púða (sjá námskeið í uppsetningu púða) eða í ramma. Í öðrum tíma fá nemendur aðstoð og leiðbeiningar við val á stærra verkefni.

Leiðbeinandi: Lára Magnea Jónsdóttir, textílhönnuður.
Lengd námskeiðs: 3 skipti = 9 klst.
Tími: 3. og 17. október og 7. nóvember - miðvikudaga kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 26.200 kr. (23.580 kr. fyrir félagsmenn) - nál, efni og garn er innifalið.