Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Útsaumur

Harðangur

hardangurNámskeið í grunnatriðum harðangurssaums sem hentar vel byrjendum. Einkenni aðferðarinnar er flatsaumur, stólpar sem kastað er yfir og fyllingar í útklippt göt. Flatsaumur myndar nokkurs konar blokkir/þyrpingar sem raðast saman. Nemendur hafi með sér skæri og fingurbjörg.

Kennari: Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 26. september og 3. október - þriðjudaga kl. 17:30 - 20:30.
Námskeiðsgjald: 15.400 kr. (13.860 kr. fyrir félagsmenn) - saumnálar, efni og garn í prufur innifalið.

Refilsaumur

2016 refilsaumur CopyRefilsaumur er forn útsaumsaðferð en reflar skreyttu hús og kirkjur á miðöldum. Útlínur eru saumaðar fyrst og síðan er fyllt inn í fletina. Að lokum eru saumaðar aukaútlínur, andlit eða önnur atriði sem þurfa áherslu. Refilsaumur er einstaklega fallegur til að sauma út myndir og fyllta fleti. Nemendur læra aðferðina og velja litla mynd til útsaums.

Kennari: Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 20. og 27. september - miðvikudaga kl. 17:30 - 20.30.
Námskeiðsgjald: 15.400 kr. (13.860 kr. fyrir félagsmenn) - saumnálar, efni og garn er innifalið.

Gamli krosssaumurinn

isl krossaumurinnKenndur er gamli íslenski krosssaumurinn (fléttuspor). Nemendur gera fallega prufu með munstri úr Sjónabókinni sem síðar má setja í púða eða í ramma. Gamli krosssaumurinn er notaður í riddarateppið og er námskeiðið því kjörin undirbúningur fyrir þá sem hyggjast sauma það.

NÁMSKEIÐ I
Kennari: Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 11. og 18. september - mánudaga kl. 17:30 - 20:30.
Námskeiðsgjald: 15.400 kr. (13.860 kr. fyrir félagsmenn) - saumnálar, efni og garn er innifalið.
NÁMSKEIÐ II:
Kennari: Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 25. október og 1. nóvember - miðvikudaga kl. 17:20 - 20:30.
Námskeiðsgjald: 15.400 kr. (13.860 kr. fyrir félagsmenn) - saumnálar, efni og garn er innifalið.

Þrívíddarsaumur - býfluga

byfluga baeklingurÁ námskeiðinu er saumaður nálapúði / lítil mynd úr hör.  Viðfangsefni er suðandi falleg býfluga. Útsaumurinn inniheldur m.a. gerð spírala og hedebotakka. Skemmtilegt kvöldverkefni í anda handavinnuskólans Skals í Danmörku.

Kennari: Katrín Jóhannesdóttir.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.
Tími: 24. október - þriðjudag kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 7.000 kr. (6.300 kr. fyrir félagsmenn) - saumnálar, efni og garn er innifalið.

Útsaumað vöggusett

voggusett baeklingur

Vöggusett saumað frá grunni, bæði útsaumur og samsetning. Valið er á milli nokkurra munsturgerða þar sem varpleggur, lykkjuspor, flatsaumur og fræhnútar fá að njóta sín. Tvöfaldur/franskur saumur í sængurveri, lek og bendlabönd. Nemendur koma með eigin saumavél (hægt að fá lánaða saumavél á staðnum). 

Kennari: Katrín Jóhannesdóttir.
Lengd námskeiðs: 3 skipti = 10 klst.
Tími: 9. og 16. nóvember fimmtudaga kl. 18 - 21 og 18. nóvember laugard. kl. 10 - 14.
Námskeiðsgjald: 28.000 kr. (25.200 kr. fyrir félagsmenn) - útsaumsnálar, efni og garn er innifalið.

 

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e