Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Spuni og tóvinna

Landnámsspuni

Landnámsspuni

Spuni af rokki eða spunateini er spunaháttur sem tíðkaðist í nokkrar aldir eftir landnám þar til halasnældur urðu algengar um eða fyrir 15. öld. Notaður er ullarteinn til að geyma ullarforðann á og spunateinn með litlum snúð á neðri endanum til að spinna á. Ullar- og spunateinar eru til staðar og til sölu að námskeiði loknu.

Kennari: Marianne Guckelsberger
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 13. og 20. febrúar - fimmtudaga kl. 18:30 - 21:30.
Námskeiðsgjald: 16.800 kr. (15.120 kr. fyrir félagsmenn) - efni innifalið.

Kanntu að spinna á halasnældu? - Örnámskeið

tovinna

Kjörið námskeið fyrir þá sem vilja kynnast tóvinnu stuttlega. Á einni kvöldstund læra nemendur að kemba ull og spinna á halasnældu. Námskeiðið er hugsað sem kynning á grunnhandtökum en vakin er athygli á lengra námskeiði sem hægt er að sækja í framhaldinu.

Kennari: Marianne Guckelsberger.
Lengd námskeiðs: 1 skipti= 3 klst.
Tími: 27. febrúar - fimmtudag kl. 18:30 - 21:30.
Námskeiðsgjald: 8.400 kr. (7.560 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Tóvinna

tovinnaLögð er áhersla á að leiðbeina í tóvinnu með sömu aðferðum og notaðar voru fyrrum, þ.e. að taka ofan af, hæra, kemba og spinna bæði á rokk og halasnældu. Spunnið er þel og tog, notaðir viðeigandi kambar, útskýrð gömul heiti og orðatiltæki um áhöld, ull og spuna. Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem og þeim sem áður hafa kynnst tóvinnu.

Kennari: Marianne Guckelsberger.
Lengd námskeiðs: 2 skipti= 9 klst.
Tími: 21. og 22. mars - laugardag og sunnudag kl. 10 - 14:30.
Námskeiðsgjald: 25.200 kr. (22.680 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e