Þjóðbúningar og handverk tengt þeim

Akureyri

akureyriNámskeið í þjóðbúningasaumi á Laugarlandi í Eyjafirði. Nemendur vinna að ólíkum verkefnum, gerð faldbúninga, kyrtla, peysufata og upphluta, skyrtu- og svuntu­saumi, útsaumi eða baldýringu. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi.

Kennarar: Oddný Kristjánsdóttir og Inda Dan Benjamínsdóttir.
Tími: 19. - 20. janúar, 16. - 17. febrúar, 16. - 17. mars, 18. - 19. maí, laugardaga og sunnudaga kl. 10 - 17.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 12 klst. Ath. hver helgi er stök.
Námskeiðsgjald: Hver helgi 40.000 kr. (36.000 kr. fyrir félagsmenn).