Þjóðbúningar

Þjóðbúningur kvenna - 31. janúar 2018

thjodbuningar 3Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar - sjá nánar á www.buningurinn.is . Búningurinn er klæðskerasniðinn og máltaka er í fyrsta tíma. Nemendur mæta með saumavél og áhöld. Mikill hluti vinnunnar er handsaumur og heimavinna er umtalsverð. Allt efni og tillegg er fáanlegt í verslun HFÍ.

Kennari:  Jófríður Benediktsdóttir.
Lengd námskeiðs: 11 skipti = 33 klst.  
Tími: Máltaka 31. janúar, saumatímar 7. febrúar - 11. apríl, miðvikudaga kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 115.000 kr. (103.500 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.