Þjóðbúningar og handverk tengt þeim

Saumað út í peysufatabrjóst

Saumað út í preysufatabrjóstPeysufatabrjóst er nauðsynlegur partur af peysufötum. Brjóstið er hvítt, gjarnan útsaumað og sést í opinu sem myndast á milli treyjubarmanna. Á námskeiðinu sauma nemendur út í peysufatabrjóst og fá aðstoð við frágang. Valin eru munstur og útsaumsgerðir í samráði við kennara.

Kennari: Halldóra Arnórsdóttir
Lengd námskeiðs: 3 skipti = 9 klst.
Tími: 4., 11. og 18. febrúar - mánudaga kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 21.600 kr. (19.440 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.