Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Þjóðbúningar og handverk tengt þeim

Peysufatapeysa

Peysufatapeysa

Námskeiðið er ætlað þeim sem saumað hafa upphlut en vilja bæta við peysufatapeysu en nota sama pilsið. Saumuð er peysufatapeysa 19. eða 20. aldar, sjá nánar á www.buningurinn.is. Flíkin er klæðskerasniðin og máltaka er í fyrsta tíma. Nemendur mæta með saumavél og áhöld og æskilegt er að þeir hafi grunnþekkingu í saumaskap. Mikill hluti vinnunnar er handsaumur og heimavinna er umtalsverð. Allt efni og tillegg er fáanlegt í verslun HFÍ.

Kennari: Oddný Kristjánsdóttir
Lengd námskeiðs: 8 skipti = 20 klst.
Tími: Máltaka 23. mars, saumatímar 6. apríl - 25. maí, mánudagar kl. 18:30 - 21:00.
Námskeiðsgjald: 85.700 kr. (77.130 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e