Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Þjóðbúningar og handverk tengt þeim

Þjóðbúningur kvenna

thjodbuningar 3Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar - sjá nánar á www.buningurinn.is. Búningurinn er klæðskerasniðinn og máltaka er í fyrsta tíma. Nemendur mæta með saumavél og áhöld og æskilegt er að þeir hafi grunnþekkingu í saumaskap. Mikill hluti vinnunnar er handsaumur og heimavinna er umtalsverð.  Allt efni og tillegg er fáanlegt í verslun HFÍ.

Kennari:  Oddný Kristjánsdóttir.
Lengd námskeiðs: 11 skipti = 33 klst.  
Tími: Máltaka 15. janúar,  saumatímar 29. janúar - 1. apríl, miðvikudaga kl. 18:30 - 21:30.
Námskeiðsgjald: 139.000 kr. (125.100 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið. 

Þjóðbúningur kvenna - DAGNÁMSKEIÐ

thjob dagnamskeid

Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar - sjá nánar á www.buningurinn.is. Búningurinn er klæðskerasniðinn og máltaka er í fyrsta tíma. Nemendur mæta með saumavél og áhöld og æskilegt er að þeir hafi grunnþekkingu í saumaskap. Mikill hluti vinnunnar er handsaumur og heimavinna er umtalsverð. Allt efni og tillegg er fáanlegt í verslun HFÍ.

Kennari:  Jófríður Benediktsdóttir
Lengd námskeiðs: 11 skipti = 33 klst.  
Tími: Máltaka 31. janúar kl. 10 - 13. Saumatímar kl. 10 - 13 dagana 10., 14., 19., 24. og 28. febrúar. 4., 9., 13., 18. og 23. mars, kennt mánudaga og föstudaga aðra vikuna en miðvikudaga hina vikuna.
Námskeiðsgjald: 139.000 kr. (125.100 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Þjóðbúningur herra og drengja.

Þjóðbúningur herra og drengja

Saumaður er þjóðbúningur karla eða drengja – buxur, skyrta og vesti. Búningurinn er klæðskerasniðinn og máltaka verður í fyrsta tíma. Nemendur mæta með saumavél og áhöld og æskilegt er að þeir hafi grunnþekkingu í saumaskap. Mikill hluti vinnunnar er handsaumur og heimavinna er umtalsverð. Allt efni og tillegg er fáanlegt í verslun HFÍ. Mögulegt er að bæta við aukatímum fyrir þá sem einnig vilja sauma treyju/jakka.  

Kennari:  Oddný Kristjánsdóttir.
Lengd námskeiðs: 7 skipti = 21 klst.  
Tími:  Máltaka 27. janúar, saumatímar 10. febrúar - 16. mars, mánudagar kl. 18:30 - 21:30.
Námskeiðsgjald:  91.300 kr. (82.170 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Peysufatapeysa

Peysufatapeysa

Námskeiðið er ætlað þeim sem saumað hafa upphlut en vilja bæta við peysufatapeysu en nota sama pilsið. Saumuð er peysufatapeysa 19. eða 20. aldar, sjá nánar á www.buningurinn.is. Flíkin er klæðskerasniðin og máltaka er í fyrsta tíma. Nemendur mæta með saumavél og áhöld og æskilegt er að þeir hafi grunnþekkingu í saumaskap. Mikill hluti vinnunnar er handsaumur og heimavinna er umtalsverð. Allt efni og tillegg er fáanlegt í verslun HFÍ.

Kennari: Oddný Kristjánsdóttir
Lengd námskeiðs: 8 skipti = 20 klst.
Tími: Máltaka 23. mars, saumatímar 6. apríl - 25. maí, mánudagar kl. 18:30 - 21:00.
Námskeiðsgjald: 85.700 kr. (77.130 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Baldýring

baldyringGullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi. Kennd eru grunnatriði í baldýringu og nemendur eru aðstoðaðir við að byrja á stærra verkefni, svo sem upphlutsborðum.

Kennari: Inda Dan Benjamínsdóttir.
Lengd námskeiðs: 8 skipti = 24 klst.
Tími: 25. og 26. janúar, 2., 8., 9., 15., 16. og 22. febrúar, laugardaga og sunnudaga kl. 10 - 13.
Námskeiðsgjald: 67.200 kr. (60.480 kr. fyrir félagsmenn) - efni og garn í prufur er innifalið.

Knipl á þjóðbúning

Knipl á þjóðbúning

Kennt er að knipla á upphlutsbak. Nemendur velja á milli blúndu-, stiga-, nets- eða takkamynsturs úr gull- eða silfurþræði á 20. aldar upphlut. Á 19. aldar upphlut stendur valið á milli takka eða nokkurra mismunandi leggingamynstra úr gull- eða silfurþræði og/eða silki. Athugið að námskeiðið er þrjú skipti með möguleika á að bæta við fjórða skiptinu ef þarf.

Kennari: Anna Jórunn Stefánsdóttir.
Lengd námskeiðs: 3 skipti = 10 klst.
Tími: Laugardagurinn 29. febrúar kl. 10 - 14 og mánudagarnir 2. og 9. mars kl. 18 - 21. Mögulegt er að bæta við laugardeginum 14. mars (greiðist sérstaklega).
Námskeiðsgjald: 28.000 kr. (25.200 kr. fyrir félagsmenn) - nemendur fá afnot af kniplbretti og kniplpinnum, efni er ekki innifalið.

Umsjónartímar í þjóðbúningasaumi

umsjonatimar

Umsjónartímar eru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli - sjá www.buningurinn.is. Í tímunum fá nemendur einstaklings­miðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi, til dæmis skyrtu- og svuntusaum eða lagfæringar á eldri búningum.

Kennarar: Oddný Kristjánsdóttir og Inda Dan Benjamínsdóttir.
Tími: 1. febrúar, 7. mars, 4. apríl og 2. maí - laugardaga kl. 10 - 13.
Námskeiðsgjald:  8.800 kr. skiptið (7.900 kr. fyrir félagsmenn).

Akureyri

akureyri

Námskeið í þjóðbúningasaumi á Laugalandi í Eyjafirði. Nemendur vinna að ólíkum verkefnum í gerð faldbúninga, kyrtla, peysufata og upphluta, skyrtu- og svuntu­saumi, útsaumi eða baldýringu. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi.

Kennarar: Oddný Kristjánsdóttir og Inda Dan Benjamínsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 12 klst. Ath. hver helgi er stök.
Tími: 18. - 19. janúar, 21. - 22. mars, 18. - 19. apríl og 16. - 17. maí - laugardaga og sunnudaga kl. 10 - 17.
Námskeiðsgjald: Hver helgi 41.400 kr. (37.200 kr. fyrir félagsmenn).

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e