Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Þjóðbúningar og handverk tengt þeim

Þjóðbúningur kvenna

thjodbuningar 3Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar - sjá nánar á www.buningurinn.is . Búningurinn er klæðskerasniðinn og máltaka er í fyrsta tíma. Nemendur mæta með saumavél og áhöld. Mikill hluti vinnunnar er handsaumur og heimavinna er umtalsverð. Allt efni og tillegg er fáanlegt í verslun HFÍ.

Kennari:  Oddný Kristjánsdóttir.
Lengd námskeiðs: 11 skipti = 33 klst.  
Tími: Máltaka 22. janúar, saumatímar 5., 12., 19. 26. febrúar, 5., 12., 19. mars og 2., 9. og 16. apríl, þriðjudaga kl. 18:30 - 21:30.
Námskeiðsgjald: 134.000 kr. (120.600 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Þjóðbúningur kvenna - DAGNÁMSKEIÐ!

thjob dagnamskeidSaumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar - sjá nánar á www.buningurinn.is. Búningurinn er klæðskerasniðinn og máltaka er í fyrsta tíma. Nemendur mæta með saumavél og áhöld. Mikill hluti vinnunnar er handsaumur og heimavinna er umtalsverð. Allt efni og tillegg er fáanlegt í verslun HFÍ.

Kennari:  Jófríður Benediktsdóttir.
Lengd námskeiðs: 11 skipti = 33 klst.  
Tími: Máltaka 1. febrúar, saumatímar kl. 10 - 13 dagana 13., 18., 22. og 27. febrúar, 4., 8., 13., 18. og 29. mars og 3. apríl, kennt mánudaga og föstudaga aðra vikuna og miðvikudaga hina vikuna.
Námskeiðsgjald: 134.000 kr. (120.600 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Peysufatapeysa

peysufot 3Námskeiðið er ætlað þeim sem saumað hafa upphlut en vilja bæta við peysufatapeysu en nota sama pilsið. Saumuð er peysufata¬peysa 19. eða 20. aldar, sjá nánar á www.buningurinn.is. Flíkin er klæðskerasniðin og máltaka er í fyrsta tíma. Nemendur mæta með saumavél og áhöld. Mikill hluti vinnunnar er handsaumur og heimavinna er umtalsverð. Allt efni og tillegg er fáanlegt í verslun HFÍ.

Kennari: Oddný Kristjánsdóttir
Lengd námskeiðs: 8 skipti = 20 klst.
Tími: Máltaka 17. janúar, saumatímar fimmtudaga kl. 18:30 - 21:00 dagana 31. janúar, 14., 21., 28. febrúar, 14., 21. mars og 4. apríl.
Námskeiðsgjald: 82.720 kr. (74.450 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Knipl á þjóðbúning

knipl thjodbuning vor2019Kennt er að knipla á upphlutsbak. Nemendur velja á milli blúndu-, stiga-, nets- eða takkamynsturs úr gull- eða silfurþræði á 20. aldar upphlut. Á 19. aldar upphlut stendur valið á milli takka eða nokkurra mismunandi leggingamynstra úr gull- eða silfurþræði og/eða silki. Athugið að námskeiðið er þrjú skipti með möguleika á að bæta við fjórða skiptinu ef þarf.

Kennari: Anna Jórunn Stefánsdóttir.
Lengd námskeiðs: 3 skipti = 10 klst.
Tími: 26. janúar laugard. kl. 10 - 14, 28. og 30. janúar mánudag og miðvikudag kl. 18 - 21. Mögulegt er að bæta við laugardeginum 2. febrúar kl. 10 - 14 (greiðist sérstaklega).
Námskeiðsgjald: 27.000 kr. (24.300 kr. fyrir félagsmenn) - nemendur fá afnot af kniplbretti og kniplpinnum, efni er ekki innifalið.

Saumað út í peysufatabrjóst

Saumað út í preysufatabrjóstPeysufatabrjóst er nauðsynlegur partur af peysufötum. Brjóstið er hvítt, gjarnan útsaumað og sést í opinu sem myndast á milli treyjubarmanna. Á námskeiðinu sauma nemendur út í peysufatabrjóst og fá aðstoð við frágang. Valin eru munstur og útsaumsgerðir í samráði við kennara.

Kennari: Halldóra Arnórsdóttir
Lengd námskeiðs: 3 skipti = 9 klst.
Tími: 4., 11. og 18. febrúar - mánudaga kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 21.600 kr. (19.440 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Baldýring

baldyringGullsaumur eða baldýring er gömul útsaumsaðferð sem þekkt er víða um heim. Hér á landi hefur aðferðin einna helst verið notuð á þjóðbúningum og í kirkjulegum útsaumi. Kennd eru grunnatriði í baldýringu og nemendur eru aðstoðaðir við að byrja á stærra verkefni, svo sem upphlutsborðum.

Kennari: Inda Dan Benjamínsdóttir.
Lengd námskeiðs: 8 skipti = 24 klst.
Tími: Laugard. og sunnud. kl. 10 - 13, 9., 10., 23., 24. febrúar og 3., 9., 10., 23. mars.
Námskeiðsgjald: 67.200 kr. (60.480 kr. fyrir félagsmenn) - efni og garn í prufur er innifalið.

Faldbúningur - Skautbúningur - Kyrtill

faldbuningurUmsjónartímar eru ætlaðir þeim sem vinna að faldbúningi, skautbúningi eða kyrtli - sjá nánar á www.buningurinn.is. Í tímunum fá nemendur einstaklings­miðaða aðstoð við fjölbreytt verkefni. Hver tími er stakur og getur því hentað vel sem aukatími fyrir minni verkefni tengd þjóðbúningasaumi, til dæmis skyrtu- og svuntusaum eða lagfæringar á eldri búningum.

Tími: 2. febrúar, 2. mars, 6. apríl og 4 maí - laugardaga kl. 10 - 13.
Kennarar: Oddný Kristjánsdóttir og Inda Dan Benjamínsdóttir.
Námskeiðsgjald: 8.500 kr. skiptið (7.650 kr. fyrir félagsmenn).

Akureyri

akureyriNámskeið í þjóðbúningasaumi á Laugarlandi í Eyjafirði. Nemendur vinna að ólíkum verkefnum, gerð faldbúninga, kyrtla, peysufata og upphluta, skyrtu- og svuntu­saumi, útsaumi eða baldýringu. Hver helgi er stök og er mögulegt að taka þátt hluta úr helgi.

Kennarar: Oddný Kristjánsdóttir og Inda Dan Benjamínsdóttir.
Tími: 19. - 20. janúar, 16. - 17. febrúar, 16. - 17. mars, 18. - 19. maí, laugardaga og sunnudaga kl. 10 - 17.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 12 klst. Ath. hver helgi er stök.
Námskeiðsgjald: Hver helgi 40.000 kr. (36.000 kr. fyrir félagsmenn).

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e