Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Prjón

Prjónaðir dúkar

Prjónaðir dúkar

Námskeið þar sem nemendur læra að lesa dúkauppskriftir og prjóna dúk. Nemendur hafi með sér heklugarn, sokkaprjón og hringprjón sem passar garninu. Kennt er að strekkja dúkinn á frauðplastplötu sem nemendur fá með sér í lok námskeiðsins.

Kennari: Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir.
Lengd námskeiðis: 3 skipti = 9 klst.
Tími: 20. og 27. janúar og 3. febrúar, mánudaga kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 25.200 kr. (22.680 kr. fyrir félagsmenn) - efni ekki innifalið.

Sjalaprjón

SjalaprjónÁ námskeiðinu læra nemendur að prjóna sjal að eigin vali upp úr bókinni Þríhyrnur og langsjöl sem var gefin út af Heimilisiðnaðarfélaginu 1988 og löngu er orðin sígild. Byrjað verður á að prjóna prufu með útprjóni í fyrsta tíma. Námskeiðið hentar þeim sem kunna að taka lykkjuna – hafa grunnþekkingu í prjóni.

Kennari: Herborg Sigtryggsdóttir.
Lengd námskeiðs: 3 skipti = 9 klst.
Tími: 12. og 19. febrúar, og 4. mars - miðvikudagar kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 25.200 kr. (22.680 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Tvíbandavettlingar / fingravettlingar

tvibandavettlingar

Skemmtilegt og krefjandi námskeið í tvíbandaprjóni. Kjörið fyrir þá sem kunna að prjóna en vilja ná góðum tökum á þessari aðferð. Prjónaðir eru hefðbundnir tvíbandavettlingar eða hanskar á prjóna nr. 2,5 og nr. 3 eftir uppskrift frá kennara. Nemendur koma með garn, sokkaprjóna og nál.

Kennari: Guðný Ingibjörg Einarsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 17. og 24. mars - þriðjudagar kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 16.800 kr. (15.120 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Tvöfalt prjón - Örnámskeið!

Tvöfalt prjónÁ námskeiðinu læra nemendur tvöfalt prjón, þar sem réttan er beggja vegna. Sami litur er aðallitur öðru megin en munsturlitur hinumegin. Nauðsynlegt er að nemendur kunni að prjóna þar sem námskeiðið er ein kvöldstund. Nemendur komi með 80 cm langan hringprjón no. 3 eða 3,5 og garn í tveimur litum sem hentar prjónastærð. 

Kennari: Lilja Birkisdóttir.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.
Tími: 29. apríl - miðvikudag kl. 17:30 – 20:30.
Námskeiðsgjald: 8.400 kr. (7.560 kr. fyrir félagsmenn) - efni ekki innifalið.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e