Orkering, knipl, prjón og textíll

Tvíbandavettlingar / fingravettlingar

tvibandavettlingarSkemmtilegt og krefjandi námskeið í tvíbandaprjóni. Kjörið fyrir þá sem kunna að prjóna en vilja ná góðum tökum á þessari aðferð. Prjónaðir eru hefðbundnir tvíbandavettlingar eða hanskar á prjóna nr. 2,5 og nr. 3 eftir uppskrift frá kennara. Nemendur koma með garn, sokkaprjóna og nál.

Kennari: Guðný Ingibjörg Einarsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 1. og 8. apríl - mánudaga kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 16.200 kr. (14.580 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.