Orkering, knipl, prjón og textíll

Kniplaðir smáhlutir - hjörtu, blóm og fleira

Knipl ornamskeidKnipl byggir á að þræði á litlum trékeflum er brugðið á ákveðin hátt utan um títuprjóna svo úr verður blúnda. Kynntir eru þeir fjölbreyttu möguleikar sem felast í gerð ýmissa smáhluta. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Nemendur fá til eignar eftir námskeiðið efni og áhöld til að halda áfram að knipla.

Kennari: Anna Jórunn Stefánsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 13. og 20. mars - miðvikudaga kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 18.200 kr. (16.380 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.