Jurtasmysl, litun og sápugerð

Jurtasmyrsl - örnámskeið!

jurtasmyrsl3

Á einu kvöldi læra nemendur að útbúa sitt eigið smyrsl úr íslenskum jurtum. Eingöngu eru notuð lífræn hráefni, olíur og býflugnavax. Um er að ræða sýnikennslu og fá nemendur krukku af smyrsli og leiðbeiningar að loknu námskeiðinu. Heimagerð smyrsli eru skemmtileg til eigin nota eða til gjafa.

Kennari: María Sif Magnúsdóttir.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 2 klst.
Tími: 28. maí - þriðjudag kl. 18 - 20.
Námskeiðsgjald: 8.500 kr. (7.650 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.