Jurtasmysl, litun og sápugerð

Sápugerð - örnámskeið

sapugerd2Á námskeiðinu er farið yfir hvernig sápa verður til og hvað þarf af efnum og áhöldum til sápugerðar í föstu formi. Algeng aðferð er kennd en fleiri nefndar. Kennslan hefst á fyrirlestri en að honum loknum er sýnikennsla þar sem gerð er sápa sem nemendur fá með sér heim.

Leiðbeinandi: Ólafur Árni Halldórsson.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.
Tími: 4. febrúar - mánudag kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 9.000 kr. (8.100 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.