Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Litun

Sólarlitun

solarlitun

Nemendur kynnast auðveldri og skemmtilegri leið til að lita bómullarefni. Notuð er svokölluð „mjólk” sem textíllitunum er blandað í. Þessi aðferð gerir kleift að munstra efni, til að mynda með þurrkuðum laufblöðum eða öðrum formum. Fyrra kvöldið er efnið litað en seinna kvöldið er gengið frá efninu.

Kennari: Sigurlaug Helga Jónsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 4 klst.
Tími: 11. og 12. september - miðvikudag kl. 18:00 - 20:30 og fimmtudag kl. 18:00 - 19:30.
Námskeiðsgjald: 13.200 kr. (11.880 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Handlitun á garni

Handlitun á garni

Á námskeiðinu læra nemendur bæði heita og kalda litun á ullarbandi, silki, hör og bómull. Litað er með kemiskum litum. Nemandi kemur með eigið garn sem búið er að vefja upp í hespur og litar það á námskeiðinu. Tilvalið fyrir þá sem eiga eitthvað af garni en ekki í réttum litum.

Námskeið I:
Kennari: Guðrún Ólafsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 12. og 13. október - laugardag og sunnudag kl. 10 - 13.
Námskeiðsgjald: 19.200 (17.280 kr. fyrir félagsmenn) – efni innifalið.
 
Námskeið II:
Kennari: Guðrún Ólafsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 9. og 10. nóvember - laugardag og sunnudag kl. 10 - 13.
Námskeiðsgjald: 19.200 (17.280 kr. fyrir félagsmenn) – efni innifalið.

 

 

Litun – Shibori tækni

litun Shibori taekni

Nemendur kynnast japanskri tækni við að lita efni. Notaðir eru kemískir litir og indego litur. Með aðferðinni má lita bómull, silki og hör. Aðal áherslan er á mismunandi aðferðir við að skapa munstur í efni.

Kennari: Guðrún Ólafsdóttir.
Lengd námskeiðs: 3 skipti = 9 klst.
Tími: 20., 27. og 28. nóvember - miðvikudaga og fimmtudag kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 26.300 kr. (23.670 kr. fyrir félagsmenn) - efni innifalið.

 

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e