Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fléttun, kríl og spiladósir

Fléttun kaffipoka - skáfléttun

skaflettun

Kennd er skáfléttun með lengjum úr endurnýttum kaffi-pökkum. Fléttuð er karfa sem kennir undirstöðuatriðin í verkinu. Nemendur mæti með kaffipoka (sem búið er að klippa upp og þvo), skurða­mottu, reglustiku, skurðahníf og bréfa- eða þvottaklemmur. Skáfléttun gefur aukna möguleika á fjölbreyttum hlutum, s.s. körfum og töskum.

Kennari: Astrid Björk Eiríksdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 24. september og 1. október - þriðjudaga 18:30 - 21:30.
Námskeiðsgjald: 16.200 kr. (14.580 kr. fyrir félagsmenn) - mögulegt að fá efni og áhöld á staðnum.

Kríl

KrilKríluð bönd eru fléttuð með allt að sex böndum. Sumum aðferðunum fylgja skemmtilegar sögur um prinsa og prinsessur til að auðvelda lærdóminn. Kríluð bönd eru til margra hluta nytsamleg í alls kyns skraut og skreytingar. Börn í fylgd með fullorðnum velkomin - eitt gjald.

Kennari: Marianne Gluckelsberger.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst
Tími: 2. nóvember - laugardag kl. 10 - 13.
Námskeiðsgjald: 8.100 kr. (7.290 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Spiladósir

spiladosOfin er spiladós úr hvítu pappírssnæri með mismunandi skrauti. Spilverkið er lag Jórunnar Viðar „Það á að gefa börnum brauð“. Námskeiðið hentar bæði byrjendum í körfuvefnaði og þeim sem áður hafa kynnst því handverki. Nemendur geta keypt efni og spilverk eftir námskeiðið til að taka með heim.

Námskeið I:

Leiðbeinandi: Margrét Guðnadóttir
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.
Tími: 11. nóvember - mánudag kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 11.800 kr. (10.620 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

 

Námskeið II:

Kennari: Margrét Guðnadóttir
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.
Tími: 25. nóvember - mánudag kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 11.800 kr. (10.620 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Vinna úr mannshári

Vinna úr mannsháriHárvinna á sér langa hefð hér á landi. Á tveggja kvölda námskeiði er kennt að gera myndverk eða skartgripi, svo sem nælur úr mannshári. Aðferðin gengur út að útbúa lengjur úr hári og vír sem síðan eru mótaðar í mismunandi form. Nemendur hafi meðferðis mannshár (20 cm eða lengra), bandprjóna (sokkaprjóna) í mismunandi sverleikum, litla töng og lítil skæri. Þeir sem ekki eiga mannshár eða áhöld geta fengið hjá kennara.

Kennari: Ásta Björk Friðbertsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 19. og 21. nóvember - þriðjudag og fimmtudag kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 16.200 kr. (14.580 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e