Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fléttun

Kríl

KrilKríluð bönd eru fléttuð með allt að sex böndum. Sumum aðferðunum fylgja skemmtilegar sögur um prinsa og prinsessur til að auðvelda lærdóminn. Kríluð bönd eru til margra hluta nytsamleg í alls kyns skraut og skreytingar. Börn í fylgd með fullorðnum velkomin - eitt gjald.

Kennari: Marianne Gluckelsberger.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst
Tími: 7. mars - laugardag kl. 10 - 13.
Námskeiðsgjald: 8.400 kr. (7.560 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Hrosshár – frá sterti til handverks

HrossharÁ námskeiðinu er unnið með þvegin og tilbúin tögl í mismunandi litum. Nemendur læra að flokka lengd og gæði hrosshára og undirbúa fyrir notkun í fléttur og hnýtingar með mismunandi aðferðum. Kennd er m.a. reipflétta, 4 flétta og 12 flétta. Nemendur velja fléttu og búa til armband eða hálsmen með leðurfrágangi með hnappi eða lási úr málmi. Nemendur komi með skæri, töng til sauma og körfu eða kassa undir vinnuna. 

Kennari: Lene Zacariassen.
Lengd námskeiðs: 3 skipti = 14 klst.
Tími: Föstudagur 8. maí kl. 18 - 22, laugardagur 9. maí kl. 9 - 16 og mánudagur 11. maí kl. 18 - 22.
Námskeiðsgjald: 44.200 kr. (39.780 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e