Bútasaumur, orkering, þæfing og knipl

Bútasaumur

butasaumurFarið er yfir grunnatriði bútasaums; notkun á stikum, skurðarhnífum og öðrum áhöldum. Miðað er við að nemendur ljúki við stykki á stærð við dúk eða barnateppi (80x80/100 cm). Nemendur læra að sauma ferninga og þríhyrninga, setja saman yfirborð, vatt og bak, einfalda stungu o.fl. Koma þarf með saumavél, efni, tvinna, skæri, títuprjóna, skurðamottu, hníf, stiku og önnur áhöld sem geta nýst.

Kennari: Sigríður Poulsen.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 6. og 13. febrúar - þriðjudaga kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 14.400 kr. (12.960 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.