Bútasaumur, orkering, knipl og spiladósir

Orkering

orkering framhaldKennd er grunnaðferð við að hnýta blúndur með sérstakri skyttu. Nemendur læra að lesa uppskriftir bæði skrifaðar og eftir teikningum. Orkeraðar blúndur eru til dæmis notaðar framan á peysufataermar, í skartgripi, dúka eða aðra skrautmuni.

Kennari: Astrid Björk Eiríksdóttir.
Lengd námskeiðs: 4 skipti = 12 klst.
Tími: 8., 15., 22. og 29. október  - mánudaga kl. 18:30 - 21.30.
Námskeiðsgjald: 36.600 kr. (32.940 kr. fyrir félagsmenn) - garn, skytta og heklunál er innifalið.