Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Annað

Töskugerð - leðurtöskur AUKANÁMSKEIÐ

toskugerd

Á námskeiðinu læra nemendur að sauma leðurtösku. Farið er í gegnum það helsta sem þarf að hafa í huga við töskugerð, þ.e. rennilásaísetning, límingar, strappasaumur, límstyrkingar o.fl. Nemendur koma með helstu saumaverkfæri s.s. saumavél og leðurnál, skæri, tvinna, rennilása (ef nemendur vilja annan lit en svartann), málband, reglustiku, sníðapappír, krít, títiprjóna og litlar klemmur. Einnig er gott að hafa teflonfót á saumavélina til að auðvelda leðursauminn. Efni er selt á staðnum en nemendur geta einnig komið með sitt eigið.  

Kennari: Helga Rún Pálsdóttir.
Lengd námskeið: 1 skipti = 5 klst.
Tími: 8. mars - sunnudag kl. 9 - 14.
Námskeiðsgjald: 14.000 kr. (12.600 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið en efniskostnaðurinn í tösku er frá 6.500 kr. - 9.500 kr.

Töskugerð – leðurtöskur

Töskugerð - leðurtöskurÁ námskeiðinu læra nemendur að sauma leðurtösku. Farið er í gegnum það helsta sem þarf að hafa í huga við töskugerð, þ.e. rennilásaísetning, límingar, strappasaumur, límstyrkingar o.fl. Nemendur koma með helstu saumaverkfæri s.s. saumavél og leðurnál, skæri, tvinna, rennilása (ef nemendur vilja annan lit en svartann), málband, reglustiku, sníðapappír, krít, títiprjóna og litlar klemmur. Einnig er gott að hafa teflonfót á saumavélina til að auðvelda leðursauminn. Efni er selt á staðnum en nemendur geta einnig komið með sitt eigið.  

Kennari: Helga Rún Pálsdóttir.
Lengd námskeið: 1 skipti = 5 klst.
Tími: 8. febrúar - laugardag kl. 9 - 14.
Námskeiðsgjald: 14.000 kr. (12.600 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið en efniskostnaðurinn í tösku er frá 6.500 kr. - 9.500 kr.

Orkering

orkering framhald

Kennd er grunnaðferð við að hnýta blúndur með sérstakri skyttu. Nemendur læra að lesa uppskriftir, bæði skrifaðar og eftir teikningum. Orkeraðar blúndur eru til dæmis notaðar framan á peysufataermar, í skartgripi, dúka eða aðra skrautmuni.

Kennari: Astrid Björk Eiríksdóttir.
Lengd námskeiðs: 4 skipti = 12 klst.
Tími: 18. og 25. febrúar, 3. og 10. mars - þriðjudaga kl. 18:30 - 21:30.
Námskeiðsgjald: 36.600 kr. (32.940 kr. fyrir félagsmenn) - garn, skytta og heklunál er innifalið.

Hattagerð

hattagerdÁ námskeiðinu læra nemendur að gera einn smáhatt (samkvæmishatt) og einn klassískan filthatt. Nemendur koma með helstu saumaverkfæri, s.s. skæri, tvinna, málband, reglustikur, krít, títiprjóna og gott er að hafa fingurbjörg því um er að ræða mikinn handsaum. Efniskostnaður er innifalinn (10.500 kr.) en nemendur geta gjarnan komið með fjaðrir, perlur og annað auka til að skreyta með.

Kennari: Helga Rún Pálsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 10 klst.
Tími: 22. og 23. febrúar - laugardag og sunnudag kl. 9 - 14.
Námskeiðsgjald: 38.500 kr. (34.650 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Sápugerð - örnámskeið

sapugerd2

Á námskeiðinu er farið yfir hvernig sápa verður til og hvað þarf af efnum og áhöldum til sápugerðar í föstu formi. Algeng aðferð er kennd en fleiri nefndar. Kennslan hefst á fyrirlestri en að honum loknum er sýnikennsla þar sem gerð er sápa úr jurtafitu sem nemendur fá með sér heim.

Námskeið I:

Kennari: Þórður Jónsson hjá Sápusmiðjunni.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.
Tími: 29. febrúar - laugardag kl. 10 - 13.  
Námskeiðsgjald: 9.400 kr. (8.460 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið. 

 

Námskeið II:

Kennari: Þórður Jónsson hjá Sápusmiðjunni.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.
Tími: 26. mars - fimmtudagur kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 9.400 kr. (8.460 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Sútun á unglambaskinni

Sutun a unglambaskinniÁ námskeiðinu læra nemendur að súta unglambaskinn. Skinn er þvegið, skafið og sett í pækil. Sútuð skinn eru strekkt á plötu og þurr skinn eru pússuð og elt. Hver og einn nemandi fer með skinn heim til að fylgja eftir en einnig er hægt að semja um að fara heim með tilbúið skinn, en því fylgir smávægilegur auka kostnaður. Nemendur þurfa að hafa með sér sulluföt, stígvél, gúmmihanska, hamar og fötu fyrir skinnið.

Kennari: Lene Zacariassen.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 7 klst.
Tími: 10. maí - sunnudag kl. 9 - 16.
Námskeiðsgjald: 21.600 kr. (19.440 kr. fyrir félagsmenn) - innifalið er unglambaskinn og efni til sútunar.

Jurtasmyrsl - örnámskeið!

jurtasmyrsl3

Á einu kvöldi læra nemendur að útbúa sitt eigið smyrsl úr íslenskum jurtum. Eingöngu eru notuð lífræn hráefni, olíur og býflugnavax. Um er að ræða sýnikennslu og fá nemendur krukku af smyrsli og leiðbeiningar að loknu námskeiðinu. Heimagerð smyrsl eru skemmtileg til eigin nota eða til gjafa.

Kennari: María Sif Magnúsdóttir.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 2 klst.
Tími: 26. maí - þriðjudag kl. 18 - 20.
Námskeiðsgjald: 8.700 kr. (7.830 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e