Námskeið

Hekl fyrir byrjendur

heklKenndar eru grunnaðferðir í hekli. Loftlykkja, keðjulykkja, fastapinni, hálfstuðull, stuðull og tvöfaldur stuðull. Nemendur hekla nokkrar prufur og fá að lokum aðstoð við verkefni að eigin vali. Kennslugögn fylgja. Nemendur komi með heklunál sem passar við garnið og tvo til fjóra liti af garni t.d. kambgarn og nál. Efni fæst í verslun HFÍ.

Kennari: Guðný María Höskuldsdóttir.
Lengd námskeiðs: 3 skipti = 6 klst.
Tími: 27. september, 4. og 11. október - miðvikudaga kl. 18 - 20.
Námskeiðsgjald: 14.400 kr. (12.960 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.