Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Námskeið

Hekl fyrir byrjendur

heklKenndar eru grunnaðferðir í hekli. Loftlykkja, keðjulykkja, fastapinni, hálfstuðull, stuðull og tvöfaldur stuðull. Nemendur hekla nokkrar prufur og fá að lokum aðstoð við verkefni að eigin vali. Kennslugögn fylgja. Nemendur komi með heklunál sem passar við garnið og tvo til fjóra liti af garni t.d. kambgarn og nál. Efni fæst í verslun HFÍ.

Kennari: Guðný María Höskuldsdóttir.
Lengd námskeiðs: 3 skipti = 6 klst.
Tími: 27. september, 4. og 11. október - miðvikudaga kl. 18 - 20.
Námskeiðsgjald: 14.400 kr. (12.960 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Prjónaðir dúkar

prjonadir dukarNámskeið þar sem nemendur læra að lesa dúkauppskriftir og prjóna dúk. Nemendur hafi með sér heklugarn og sokkaprjón og hringprjón sem passar garninu, einnig hægt að kaupa í verslun á staðnum. Kennt er að strekkja dúkinn á frauðplastplötu sem nemendur fá með sér í lok námskeiðsins.

Kennari: Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir.
Lengd námskeiðis: 3 skipti = 9 klst.
Tími:26. september, 3. og 10. október miðvikudaga kl. 17:30 - 20:30.
Námskeiðsgjald: 25.200 kr. (22.680 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Prjón – tvennt á tvo prjóna (sokkar)

Prjón - tvennt á tvo prjóna (sokkar)Aðferðin hentar vel fyrir sokka, vettlinga eða ermar. Á námskeiðinu er sokkaanatómían krufin og farið ofan í saumana á „tveir fyrir einn“ tækninni með sérstakri áherslu á sokkaprjón frá tánni og upp. Judy's magic uppfit og þrjár tá- og hæltegundir kynntar. Námskeið fyrir vana prjónara. Nemendur komi með sokkagarn og tvo mislita hringprjóna – nánari uppl. v/skráningu.

Kennari: Elena Teuffer.
Lengd námskeiðs: 3 skipti = 7,5 klst.
Tími:2., 9. og 16. október - þriðjudaga kl. 18:00 - 20:30.
Námskeiðsgjald: 21.000 kr. (18.900 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið. Spuni og

Heklaðar handstúkur - Örnámskeið!

Hekladar handstukurHandstúkurnar eru heklaðar með skeljahekli. Heklaðferðir: tvíbrugðnir stuðlar, fastalykkjur og loftlykkjur. Nota þarf heklunál nr. 3 og tvo til fjóra liti af Kambgarni. Hafa þarf með sér skæri og nál til að ganga frá endum. Nemendur koma með eigið efni og áhöld, einnig hægt að kaupa í verslun á staðnum.

Kennari: Ásta Kristín Siggadóttir
Fjöldi kennslustunda: 1 skipti = 3 klst.
Tími: 15. nóvember kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: kr. 8.000.- (kr. 7.200.- fyrir félagsmenn)

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e