Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Námskeið

Vínviðarkarfa

vinvidarkarfaUnnin er karfa þar sem vínviður er uppistaðan / kanturinn.  Karfan er falleg á borði fyrir  brauð eða ávexti. Þessi aðferð gefur möguleika á að nota ýmsan efnivið úr náttúrunni, liti og annað efni. Skemmtileg karfa sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum.  Kennt verður að lita körfuna í lok námskeiðs.

Kennari: Margrét Guðnadóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 25. september og 2. október - tvö mánudagskvöld kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 17.400kr. (15.660 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Spiladósir

2 spiladosir netidOfin er spiladós úr hvítu pappírssnæri með mismunandi skrauti. Spilverkið er lag Jórunnar Viðar „Það á að gefa börnum brauð“. Námskeiðið hentar bæði byrjendum í körfuvefnaði og þeim sem áður hafa kynnst því handverki.

   NÁMSKEIÐ I:
Leiðbeinandi: Margrét Guðnadóttir.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.
Tími: 23. október - mánudag kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 10.500 kr. (9.450 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

NÁMSKEIÐ II:
Kennari: Margrét Guðnadóttir.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.
Tími: 20. nóvember - mánudag kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 10.500 kr. (9.450 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Origami

Origami blar Kvöldnámskeið í pappírsbroti eða origami en svo kallast japönsk list sem felst í því að skapa ótrúlegustu hluti með því einu að brjóta saman pappír. Byrjað er á einföldum brotum en einnig er farið í flóknari brot. Kjörið námskeið fyrir þá sem kynnast vilja origami af eigin raun. Tilvalið námskeið fyrir fjölskyldur!

Kennari: Jón Víðis Jakobsson.                                              
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.
Tími: 13. nóvember - mánudag kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 7.000 kr. (6.300 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Eplakarfa / prjónakarfa

eplakarfa netidKennd eru undirstöðuatriði í körfuvefnaði. Nemendur læra að gera stóra og myndarlega körfu sem gengur undir heitinu eplakarfa en hún hentar ekki síður vel undir prjónadót. Körfugerðin tekur tvö kvöld með heimavinnu. Hægt er að skreyta körfuna á ýmsan hátt t.d. með lituðum tágum og snæri. Kennari: Margrét Guðnadóttir.

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 9. og 16. október - tvö mánudagskvöld kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 18.400 kr. (16.960 kr. fyrir félagsmenn) - efnisgjald er innifalið.

Fléttun kaffipoka / skáfléttun

skaflettunÁ námskeiðinu er kennd skáfléttun með lengjum úr endurnýttum kaffipökkum. Fléttuð er karfa sem kennir undirstöðuatriðin í verkinu. Nemendur mæti með kaffipoka (sem búið er að klippa upp og þvo), skurða­mottu, reglustiku, skurðahníf og bréfa- eða þvottaklemmur. Skáfléttun gefur aukna möguleika á fjölbreyttum hlutum, s.s. körfum, buddum og veskjum.

Kennari: Astrid Björk Eiríksdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 19. og 26. október - fimmtudaga kl. 18:30 - 21.30.
Námskeiðsgjald: 14.400 kr. (12.960 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e