Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Námskeið

Þæfð tröll - örnámskeið!

troll 1Nemendur læra þurrþæfingu ullar með því að gera lítil og skemmtileg tröll. Við verkið er notuð íslensk ull, þurrþæfingarnál og svampur. Tröllin má skapa eftir eigin höfði og skreyta að vild. Í lok námskeiðsins fá þátttakendur með sér ull og áhöld svo unnt sé að halda áfram við sköpunina heima. Tilvalið námskeið fyrir fjölskyldur!

Kennari: Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.
Tími: 10. október - þriðjudag kl. 17:30 - 20:30.
Námskeiðsgjald: 7.500 kr. (6.750 kr. fyrir félagsmenn) - efni og áhöld innifalin.
 

Orkering

orkering framhaldKennd er grunnaðferð við að hnýta blúndur með sérstakri skyttu. Nemendur læra að lesa uppskriftir bæði skrifaðar og eftir teikningum. Orkeraðar blúndur eru til dæmis notaðar framan á peysufataermar, í skartgripi, dúka eða aðra skrautmuni.

Kennari: Astrid Björk Eiríksdóttir.
Lengd námskeiðs: 4 skipti = 12 klst.
Tími: 8., 15., 22. og 29. nóvember - miðvikudaga kl. 18:30 - 21.30.
Námskeiðsgjald: 32.300 kr. (29.070 kr. fyrir félagsmenn) - garn, skytta og heklunál er innifalið.

Kniplaðir smáhlutir - hjörtu, blóm o.fl.

Knipl ornamskeidKnipl byggir á að þræði á litlum trékeflum er brugðið á ákveðin hátt utan um títuprjóna svo úr verður blúnda. Á námskeiðinu eru kynntir þeir fjölbreyttu möguleikar sem felast í gerð ýmissa smáhluta. Námskeiðið er ætlað þeim sem kunna undirstöðuatriði í knipli en byrjendur eru líka velkomnir. Nemendur fá til eignar eftir námskeiðið efni og áhöld til að halda áfram að knipla.

Kennari: Anna Jórunn Stefánsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 30. október og 6. nóvember - mánudaga kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 16.000 kr. (14.400 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Átt þú hálfklárað fínt eða gróft flos?

flos baeklVíða leynast hálfkláraðar flosmyndir. Tveggja kvölda námskeið þar sem nemendur eru aðstoðaðir við að læra eða rifja upp flos. Aðferðin byggir á að notuð er sérstök flosnál sem myndar þéttar lykkjur í efnið sem flosað er út í. Nemendur koma sjálfir með ókláruð verkefni með sér en hægt er að fá lánaða flosnál á staðnum.

Kennari: Guðrún Þ. Guðmundsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 31. október og 7. nóvember - þriðjudaga kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 14.400 kr. (12.960 kr. fyrir félagsmenn).

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e