Námskeið

Prjónaðir dúkar

dukaprjon3Helgarnámskeið þar sem nemendur læra að lesa dúkauppskriftir og prjóna dúk. Nemendur hafi með sér heklugarn og sokkaprjón og hringprjón sem passar garninu. Kennt er að strekkja dúkinn á frauðplastplötu sem nemendur fá með sér í lok námskeiðsins.

Kennari: Ragnheiður Sjöfn Jóhannsdóttir.

Lengd námskeiðs: 2 skipti = 8 klst.

Tími: 18. - 19. febrúar - laugardag og sunnudag kl. 9 - 13.

Námskeiðsgjald: 19.200 kr. (17.280 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.