Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Námskeið

Prjónatækni

prjonataekniHúsgangsfit, silfurfit, slétt og brugðin lykkja, perluprjón, tvöfalt perluprjón, affelling í sléttu og brugðnu prjóni, tvöfaldur kantur, kaðlaprjón, blúnduprjón og tvíbandaprjón eru á meðal þess sem nemendur kynnast á námskeiðinu. Nemendur hafi með sér 5 sokkaprjóna og garn sem hæfir prjónastærð.

Kennari: Ásta Kristín Siggadóttir.
Lengd námskeiðs: 4 skipti = 8 klst.
Tími: 17., 24. og 31. október og 7. nóvember - þriðjudag kl. 17:30 - 19:30
Námskeiðsgjald: 19.200 kr. (17.280 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Tvíbanda vettlingar / fingravettlingar

2016 prjon tvibandaSkemmtilegt og krefjandi námskeið í tvíbandaprjóni. Kjörið fyrir þá sem kunna að prjóna en vilja ná góðum tökum á þessari aðferð. Prjónaðir eru hefðbundnir tvíbandavettlingar eða hanskar á prjóna nr. 2,5 og nr. 3 eftir uppskrift frá kennara. Nemendur koma með garn, sokkaprjóna og nál.

Kennari: Guðný Ingibjörg Einarsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 14. og 21. nóvember - þriðjudaga kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 14.400 kr. (12.960 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Gimb - Örnámskeið!

gimb ornamskeid2Kennd er grunnaðferð við gimb en svo kallast aðferð sem notuð er við að hekla lengjur utan um sérstakan gimbgaffal. Á þessu stutta námskeiði læra nemendur að gimba og gera einn hlut, litinn dúk eða kúlu. Þátttakendur hafi með sér gimbgaffal, heklugarn fyrir heklunál nr. 2  eða fínni (t.d. 1,75/1,5) og samsvarandi heklunál, skæri og nál. Efni og áhöld fást í verslun HFÍ.

Kennari: Anna Jórunn Stefánsdóttir.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.
Tími: 18. október - miðvikudag kl. 18 – 21.
Námskeiðsgjald: 7.000 kr. (6.300 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Myndprjón - örnámskeið!

myndprjon 2Þátttakendur læra aðferðir við myndprjón þar sem prjónaðir eru munsturfletir. Prjónað er fram og til baka þannig að réttan snýr alltaf að manni. Önnur hver umferð er prjónuð með afturábakprjóni. Prjónuð er mynd eftir teikningu. Hafa þarf með sér tvo prjóna í stærð 3-4, nál og skæri, nokkra liti af garni, smáhnykla og afganga, sem hæfa prjónastærð.

Kennari: Ásta Kristín Siggadóttir.
Lengd námskeiðs: 1 skipti = 3 klst.
Tími: 15. nóvember - miðvikudag kl. 17:30 - 20:30.
Námskeiðsgjald: 7.000 kr. (6.300 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Frágangur á prjónaflíkum

frangangur prjonÁ námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði í frágangi á prjónaflíkum. Til að mynda að lykkja saman undir höndum og mismunandi aðferðir við frágang á lista fyrir tölur eða rennilás á peysur. Kennt er að hekla upp lista og klippa upp án saumavélar sem hentar einlitum peysum sem og norskur frágangur á opnum peysum. 

Kennari: Guðný Ingibjörg Einarsdóttir.
Lengd námskeiðs: 2 skipti = 6 klst.
Tími: 6. og 13. nóvember - mánudaga kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 14.400 kr. (12.960 kr. fyrir félagsmenn) - efni er ekki innifalið.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e