Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Námskeið

Heildardagskrá Heimilisiðnaðarskólans vorið 2020 má nálgast hér á pdf-formi. Upplýsingar um einstök námskeið er að finna í bæklingnum en einnig hér til hliðar á síðunni.

Félagar í Heimilisiðnaðarfélaginu fá 10% afslátt af námskeiðsgjöldum. Flest stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku í námskeiðum okkar.

SKRÁNING:

Hægt er að skrá sig á námskeið með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., hringja í síma Heimilisiðnaðarskólans 551 5500 eða koma á skrifstofu. Skáningu þarf að fylgja upplýsingar um heiti námskeiðs, nafn, netfang, símanúmer og kennitala greiðanda.

Opnunartími skrifstofu og Heimilisiðnaðarskólans er mánudag - fimmtudaga kl. 9-18 og föstudaga kl. 9-16.

GREIÐSLA NÁMSKEIÐSGJALDA:

Fer fram með birtingu kröfu í heimabanka nema annars sé óskað. Einnig er hægt að koma á skrifstofu og greiða með debetkorti, kreditkorti eða reiðufé eða hringja inn greiðslukortaupplýsingar.

MIKILVÆGT:

  • Til að staðfesta þátttöku á námskeið þarf að greiða námskeiðsgjald.
  • Ef námskeið fellur niður vegna ónógrar þátttöku verður námskeiðgjald endurgreitt að fullu.
  • Ef nemandi forfallast verður 80% af námsskeiðsgjaldi endurgreiddur. 

STAÐSETNING:

Kennsla fer fram í húsakynnum okkar að Nethyl 2e, 110 Reykjavík, nema annað sé tekið fram.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e