Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Prjónakaffið flytur

Því miður er það svo að prjónakaffi flytur úr Cafe Atlanta, og viljum við þakka Gauki kærlega fyrir hans góðu móttökur.

Næst þegar við hittumst verður það hjá stelpunum í Café Merski í Fákafeni 9 Reykjavík.

Það verður upplestur og kannski

Gorblótinu frestað

Því miður verður að fresta Gorblótinu, sem vera átti í kvöld, vegna veðurs. Við sendum út nýja tilkynning þegar ný dagsetning verðu ákveðin.

Vinsamlega látið þetta berast til þeirra sem ekki eru vel netvæddir og þið vitið að gætu æltað á gorblótið - í von um að enginn fari fýluferð í vonda veðrinu.

VEFNAÐUR, VEFNAÐUR

Það var verið að bæta við nýju vefnaðarnámskeiði nú á haustönnina.  Það er tilvalið að vefa gólfmottu, borðrenning og fleira fyrir heimilið eða bústaðinn. Búið er að setja upp í vefstólinn, Það er bara að setjast niður og skapa í lit fallega hluti. sjá nánar hér

Prjónakaffið næsta fimmtudag.

Á prjónakaffinu n.k. fimmdutdag (6. sept.) kynnum Heimilisiðnaðarskólann og námskeiðin sem haldin verða þar á haustönn. Það hafa allnokkrir kennarar boðað komu sínaog ætla að hafa með sér verkefnin sín og sýna.

Hvetjum alla til að kíkja í Hlíðarsmárann á fimmtudaginn - Prjónakaffið byrjar kl. 20:00. Húsið opnar kl. 18:00 og þá er hægt að fá sér léttan kvöldverð.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e