Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Sýning - ÞRÆÐIR SJÓNLISTA

Í Listmunahorni Árbæjarsafns veðrur opnuð sýningin Þræðir sjónlista, sem er samsýning

Prjónakaffi - 4. júlí

Í næsta prjónakaffi verður bókaveisla. Þá mun Sigríður Gunnarsdóttir kynna úrval handavinnubóka hjá Bókabúð Steinars, sem er á Bergstaðastræti 7. (nánar hér)

Prjónakaffið verður að venju á Café Meskí í Faxafeni þar sem hægt er að fá létta rétti, kaffi og kökur og jafnframt því að njót samvista við annað handverksfólk og hlusta að skemmtilega kynningu.

Það er allir velkomnir og um að gera að hvetja vini sína til að koma með, hvort sem þeir koma með prjóna í farteskinu (í þetta sinn) eða ekki!!!. 

Útsaumur - sumarnámskeið

14. – 15. júlí verður mjög spennandi tveggja daga saumanámskeið í Nethylnum.

Kennari er Björk Ottósdóttir útsaumskennari. Hún býr í Danmörku og kennir við Skals – Höjskolen for Desing og Handarbejde. (www.skals.nu). Hún er þekkt fyrir frábæra kennslu í útsaumi. Nú býður hún uppá fjölbreytt og frábært námskeið.  Viðfangsefnin eru fjölbreytt, hefðbundinn og frjáls útsaumur. Námskeiðið hæfir öllum, bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir.

Námskeiðið verður í Nethyl 2e, kl. 10:00 – 16:00.  Námskeiðsgjald er 15:000.- fyrir utan efni. Skráning er hafin og plássum fækkar.

Heimilisiðnaðarfélag Íslands er aldargamalt á þessu ári.

Félagar frá Heimilisiðnaðarfélagsins ætla að mæta í þjóðbúningum á Austurvöll á 17. júní. Kl: 11.00. Hvetjum konur til að koma og hitta okkur.

Félagar frá Heimilisiðnaðarfélagsins ætla að fjölmenna í þjóðbúningum á Austurvöll á 17. júní. Kl: 11.00.
Hvetjum alla til að koma, helst í þjóðbúningunum sínum og hitta okkur - því fleiri því betra

 

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e