Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Barnanámskeið - handverksnámskeið

Vinsæla handverksnámskeiðið fyrir börn hefst strax eftir verslunarmennahelgina. Þar verður kennt ýmis konar skemmtilegt handverk s.s. tálgun, að kríla bönd, brjóssýkursgerð o.m.m.fl.

Það er enn möguleiki á að bæta við skráningar, eitt eða tvö pláss laus. Fyrstur kemur fyrstur fær. Nánari upplýsingar í síma 5517800 / 5515500.

 

Prjónakaffið - 1.ágúst

Mynnum á að prjónakaffið í ágúst er strax þann 1. ágúst, alltaf fyrsta fimmtudag í mánuði ;-)  á Café Meskí.prjonaaffi-ág2013

Kynningin hefst kl. 20.00 og verður um nýju bókina um Faldbúninginn og einnig um jurtalitunÞað eru allir velkomnir á prjónakvöldið og tilvalið að taka með sér gesti, innlenda sem erlenda.Café Meskí býður upp á létta rétti og einnig kaffi og kökur í huggulegu umhverfi.

 

Faldar og skart

Út er komin bókin Faldar og skart sem Heimilisiðnaðarfélagið gefur út ásamt Opnu.  Höfundur er Sigrún Helgadóttir, líffræðingur, áhugakona um ísl. þjóðbúninginn og fyrrferandi formaður HFÍ.

Í bókinn er sögð saga íslenskra kvenklæða og þjóðbúninga frá á 20. öld með aðaláhreslu á faldbúninginn. Þessa frábæru bók má fá í verslun Heimilisiðnaðarfélagsins og í bókabúðum. Bókin er afrakstur margra ára vinnu Faldafeikis og höfundarins og það er sérstakt gleðiefni
að tekist hafi að gefa út bókina á aldarafmæli félagsins.faldar og skart

 

Námskeið - haustönn 2013

Nú hefur haustönn Heimilisiðnaðarskólans verið skipulögð og það má finna námsáætlunina hér að ofan (og líka hér!) í einu skjali. Enn hafa námskeiðin ekki verið uppfærð á heimasíðunni en það mun gerast alveg á næstunni. 

Það eru samtals 54 námskeið, stutt og löng í boð á haustönninn, og það gætu mögulega fleiri bæst við svo það er um að gera að fylgjast með.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e