Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Prjónakaffi - Ístex LOPI 39

Lopi39 ForssidaÁ prjónakaffi nóvembermánaðar fimmtudaginn 7. nóvember kynnir Ístex nýja uppskriftarblaðið LOPI 39.

Það er alltaf gleðiefni þegar nýtt blað kemur frá Ístex og ekki skemmir fyrir að allar peysurnar í uppskriftarblaðinu verða til sýnis á staðnum. Védís Jónsdóttir sem hannar efnið í blaðinu verður á staðnum.

Húsið opnar kl. 19 en kynningin hefst kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir!

Prjónakaffi fimmtudaginn 3. október

Prjónakaffi okt 19Á prjónakaffi októbermánaðar ætlar Hilma Eiðsdóttir Bakken, prjónakona með meistaragráðu í líftækni, að halda kynningu. Hilma æltar að kynna garnið sitt sem er ólitað garn úr íslenskri ull - annars vegar Rós 30 með rósatrefjum og hins vegar MarEik með SeaCell trefjum (sellulósatrefjar unnar út trjám með íslenskum þara). Með þaranum í garninu kemur líffvirkni sem er m.a. góð fyrir húð og hefur bakteríuhamlandi virkni.

Hilma ætlar einnig að kynna lendaskjólin sín sem er fjölnota flík úr ull með endurskini og veitir tvöfalt öryggi: heldur á þér hita og passar að þú sjáist.

Húsið opnar kl. 19 en kynningin fer fram kl. 20.

Allir hjartanlega velkomnir!

Námskeið haustið 2019

namskeid haust 2019 mailchimp3Námskeiðsbæklingur haustannar 2019 hjá Heimilsiðnaðarskólanum er komin út. Að venju eru námskeiðin fjölbreytt og spennandi, blanda af klassískum námskeiðum og nýbreytni. Námskeið tengd þjóðbúningasaumi og handverki tengdu þeim eru fyrirmikill en einnig vefnaður af ýmsu tagi, tóvinna, útsaumur og litun. Bæklingurinn er sendur í pappírsútgáfu til félagsmanna HFÍ en nálgast má bæklinginn hér.

Námskeiðin verða kynnt á fyrsta prjónakaffi haustsins sem fer fram í Nethyl 2e fimmtudaginn 5. september kl. 20.

Prjónakaffi fimmtudaginn 5. september

logoÞað er alltaf tilhlökkunarefni þegar prjónakaffi HFÍ fer aftur af stað eftir sumarfrí. Fimmtudaginn 5. september er fyrsta prjónakaffi haustsins en venju samkvæmt eru námskeið Heimilsiðnaðarskólans kynnt fyrsta prjónakvöld haustsins. Kennarar og sýnishorn eru á staðnum og gefst því gott tækifæri til að kynna sér það fjölbreytta handverk sem læra má við skólann. Húsið opnar kl. 19 en kynningin hefst kl. 20 - ljúffengar kaffiveitingar á vægu verði - allir velkomnir!

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e