Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Þjóðbúningadagur Þjóðminjasafninu

Þjóðbúningadagurinn er í dag, 9. mars í Þjóðminjasafni Íslands og fólk hvatt til að mæta í þjóðbúningi síns heimalands. Dagskrá hefst klukkan 14:00 með dansi í anddyri safnsins en klukkan 15:00v verður leiðsögn um sýninguna Silfur Íslands.

Gestir eru hvattir til að mæta á þjóðbúningi til að sýna sig og sjá aðra en gestir í þjóðbúningi fá ókeypis aðgang þennan dag. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem eiga búning að nota hann og jafnframt fyrir alla sem eru áhugasamir um íslenska þjóðbúninga að koma og sjá fjölbreytni þeirra. Mögulegt verður að fá aðstoð við uppsetningu höfuðbúnaðs á safninu.

Að þjóðbúningadeginum standa Þjóðminjasafn Íslands, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, Þjóðbúningaráð og Þjóðdansafélagið.

Fyrirlestur um purpuralitinn.

Marianne Guckelsberger hefur undanfarið verið að gera tilraunir með það hvernig hægt er að ná purpuralitnum fram á sem bestan hátt.purpuralitur-1911715 521278681324503 1388795408 n

Laugardaginn 22. febrúar, kl.13:30 ætlar hún að kynna fyrir okkur þessa vinnu, og halda fyrirlestur um purpuralitinn. Eftir fyrirlesturinn verða fyrirspurnir.  Og síðan kaffi og kleinur.

Allir eru velkomnir - í Nethyl 2e.

 

prjónakaffi, fimmtud. 6. febr.

Það er hann Patrick Hassel Zein sem ætlar að koma í prjónakaffið og kynna fyrir okkar rússneskt hekl. Patrick er alger sérfræðingur á því sviði og kennir á mörgum námskeiðum í Heimilisiðnaðarskólanum. Fyrir utan grunnnámskeið í rússnesku hekli má nefna að hann kennir að hekla (rússneskt hekl) í hring, gera sjöl og lopapeysur. Það er því full ástæða fyrir allt handavinnufólk að kíkja í prjónakaffi og sjá hvað hann á í handraðanum. 

Cafe Meskí býður uppá eitthvað gott í gogginn og frábært að mæta fyrir prjónakaffið og fá sér léttan kvöldverð.

Kynningin hefst kl. 20:00.

Prjónakaffið - fimmtud. 9. jan. ´14

Það er loksins komið að prjónakaffinu í janúar

Í prjónakaffinu í kvöld verður Heimilisiðnaðarskólinn kynntur og námskeið sem haldin verða á vorönninni. Það munu allnokkrir kennarar munu mæta og kynna sýn námskeið  

Það er allir ævinlega velkomnir í prjónakaffið.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e