Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Gleði og gaman saman (3)

Gleði og gaman saman í nóvember og desember.
Eins og oft áður er mikið um að vera hjá Heimilisiðnaðarfélaginu á næstunni og margt skemmtilegt í boði fyrir félagsmenn og alla aðra áhugasama. 

Söguskrif. Dr. Áslaug Sverrisdóttir hefur tekið að sér að skrifa sögu Heimilisiðnaðarfélagsins.  Tilefni söguskrifanna er 100 ára afmæli félagsins s.l. ár. Sunndaginn 23. nóv. n.k.  mun Áslaug verða með fyrirlestur og spjall um vinnuna við söguskrifin. Á eftir verður boðið upp á kaffi og með því.  Sjá nánar hér.

Jólanámskeið.  Í nóvember verður boðið upp á alls kyns stutt jólanámskeið. Námskeiðin sem í boði verða eru:  Þæfðar jólaseríur, prjónaðir jólasveinar, brjóstsykurgerð, tálgaðir jólasveinar, sápugerð og jólakertagerð. Sjá nánar um námskeiðin og námskeiðstíma hér.

Finnsk handverksnámskeið.  6. og 7. desember fáum við góða gesti  frá Finnlandi í heimsókn og það sem meira er þau ætla að kenna okkur ýmis konar handverk sem þau eru best í.  Námskeiðin sem boðið verður upp á eru: Finnskur útsaumur, að vefa hustur úr birkiberki,  leðurarmbönd m. tinþræði, perlusaumaðir skartgripir, sólarlitun, kniplað m. silfurþræði og kniplaðar blúndur frá Rauma í Finnlandi.  Sjá nánari námskeiðslýsingar og tímasetningar hér.

Saumað í Njálurefilinn

Funda og fræðslunefnd stendur fyrir ferð á Hvolsvöll n.k. laugardag. Tilgangur ferðarinnar er að sauma í Njálurefilinn, læra refilsaum, og hafa gaman saman. Nánar má lesa um ferðina hér. 

Opið hús og útkoma Hugar og handar.

Þann 20. sept., kl. 13:00 -16:00 verður opið hús í húsnæði Heimilisiðnaðarskólans, að Nethyl 2e.  

Þar mun Heimilisiðnaðarfélagið og kennarar, sem eru að kenna hjá okkur kynna námskeið haustannar. 

Við viljum einni nota tækifærið til að sýna og kyna Hug og hönd, ársrit félagsins sem varað koma glóðvolgt úr prentun. Blaðið er einstaklega glæsilegt í ár. 

Notið tækifærið, komið og hitti kennara, aðra nemendur og kynnist starfsemi Heimilisiðnaðarskólans.

 

Barnanámskeið í ágúst

Hinum ýmsu handverks aðferðum verður fléttað saman í skemmtilegt starf.Allir fá að spreyta sig á fjölbreytum verkefnum við hæfi og þess vegna getur verið að eitthvað verði breytt út frá skipulaginu. Við nýtum okkur nær -umhverfið,  Árbæjarsafn og  Elliðaárdalur heimsótt og þar verður leitað fanga t.d í jurtalitunarefni.  Námskeiðið endar einsog venjulega  með uppskeruhátíð á föstudeginum.

Kennt verður 4 daga fyrri vikuna og 5 daga þá síðari frá kl. 9 að morgni til kl. 16

Gott er að þau hafi slopp, boli eða svuntu til að klæðast yfir fötin sín því hér verður litað, tálgað, málað unnið með lím  svo eitthvað sé nefnt.
Börnin mæta með nesti og klædd eftir veðri. 

Verð á 2ja vikna námskeiði, kr. 46,800.- fyrir félagsmenn kr. 42.120,-

Nauðsynlegt er að greiða staðfestingargjald kr. 10,000.- til að eiga öruggt pláss.

Með góðri kveðju
Marianne og Solveig

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e