Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Þjóðbúningadagur sunnudaginn 13. mars

buningadagur 1

Safnahúsið við Hverfisgötu verður umgjörð Þjóðbúningdags sem haldinn verður sunnudaginn 13. mars kl. 14. Á þessum degi hittist fjöldi fólks í þjóðbúningum af öllu tagi til að sýna sig og sjá aðra. Þjóðdansafélag Reykjavíkur sýnir þjóðdansa og fulltrúar frá Heimilisiðnaðarfélaginu munu klæða konu í faldbúning frá skyrtu og undirpilsi að fullum skrúða. Gestum gefst auk þess kostur á að fá aðstoð við að klæðast búningum, til að mynda hnýta peysufataslifsi eða festa húfur. Þetta er því kjörið tækifæri til að klæðast þjóðbúningum. Á þessum degi er hvatt til þess að fólk af frá öðrum löndum komi í sínum þjóðbúningum svo fljölbreyttnin megi vera sem mest.

Allir eru hjartanlega velkomnir á þjóðbúningadaginn hvort sem þeir klæðast sjálfir búning eða vilja heldur dáðst að öðrum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa hugleitt að sauma búning en hafa ekki látið verða af því ennþá sem og alla þá sem njóta þess að dáðst að fallegu handverki.

Dagskrá

14:00 - Boðið upp á aðstoð við klæðnað

14:30 - Frá undirpilsi að fullum skrúða - kona klædd í faldbúning

15:00 - Danssýning

 

Tilboð á kaffihúsinu í tilefni dagsins.

 

Útsaumur af ýmsu tagi

skalssaumur netid„Ein ég sit og sauma“ - Margir eiga góðar minningar tengdar textanum um stúlkuna sem situr ein og saumar inni í litlu húsi. Þó það kunni að vera notalegt að sitja ein og sauma er enn notalegra að stunda slíkt í félagsskap við aðra með sama áhuga. Til þess gefst kjörið tækifæri á útsaumsnámskeiðum.

Útsaumur er skemmtileg handavinna enda heillandi að galdra fram fegurð með nál og þráð að vopni. Útsaumsgerðir eru fjölmargar og möguleikarnir margbreytilegir. Svartsaumur, þar sem einungis er saumað með svörtum þræði, hvítsaumur þar sem saumað er með hvítu í hvít og harðangur og klaustur þar sem skiptast á stólpar og fyllingar í útklippt göt eru á meðal fjölmargra útsaumsgerða. Þrívíddarsaumur felur í sér að beita mörgum ólíkum aðferðum í sama verkinu til að fá fram ólíkar áferðir svo gæða megi mynd eða munstur lífi. Dæmi um nöfn á sporum sem þar eru notuð er varpleggur, fræhnútar, spíralar, tunguspor og hedeotakkar. Saumað er út í bómull eða hör sem munstrið hefur verið fært yfir á. Refilsaumur er forn útsaumsaðferð en reflar skreyttu hús og kirkjur á miðöldum. Útlínur eru saumaðar fyrst og síðan er fyllt inn í fletina og saumaðar aukaútlínur til áherslu. Gamli krosssaumurinn er eins konar fléttuspor sem saumað er út í stramma og kannast margir við svokallað riddarateppi sem varðveitt er í Þjóðminjasafninu.

Þessar útsaumsgerðir og fleiri má læra á námskeiðum í Heimilisiðnaðarskólanum sjá nánar um öll útsaumsnámskeiðin hér. Námskeiðin eru ýmist tvö, þrjú eða fjögur kvöld en á þeim er kennd grunnatriði, gerðar prufur og unnin ákveðin verkefni.

Þjóðbúningakaffi í Hannesarholti

thjodbuningar netidSunnudaginn 24. janúar kl. 14 er þjóðbúningakaffi í Hannesarholti, Grundarstíg 10. Hittumst á búningum og eigum saman notalega stund í huggulegu umhverfi. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna enda er hér á ferðinni kjörið tækifæri til að viðra þjóðbúninga hvaða nafni sem þeir nefnast, upphlutir, peysuföt, faldbúningar, herrabúningar, kyrtlar, skautbúningar og barnabúningar. Þeir sem nýlokið hafa við að sauma þjóðbúning eru sérstaklega velkomnir.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. í síðasta lagi fimmtudaginn 21. janúar. Sérstakt tilboð verður á kaffiveitingum í tilefni dagsins, kaffi og kökudiskur með sneiðum af hjónabandssælu og súkkulaðiköku með rjóma á 1.350,- kr.

Hannesarholt er sérlega skemmtilegt umhverfi fyrir þjóðbúningakaffi en húsið var byggt árið 1915 fyrir Hannes Hafstein fyrsta ráðherra Íslands. Í Hannesarholti er rekin fjölbreytt menningarstarfsemi ásamt veitingarekstri en nánar má lesa um Hannesarholt á heimasíðu hússins hér.

Námskeið vorið 2016

2016 thjodbuningurDagskrá Heimilisiðnðarskólans vorið 2016 hefur litið dagsins ljós. Upplýsingar um einstök námskeið má finna undir liðnum námskeið fyrir miðri síðu hér ofar. Bæklinginn í heild sinni má nálgast á pdf formi hér.

Að venju eru mörg spennandi og fjölbreytt námskeið í boði, sambland af klassískum námskeiðum og nýjungum. Þjóðbúningasaumur kvenna og barnabúningar hefjast um miðjan janúar en auk þes er boðið upp á ýmis námskeið tengd þjóðbúningum, s.s. útsaum í peysufataslipsi, spjaldofin styttubönd og undirpilsasaum. Tíu vikna námskeið í vefnaði fyrir byrjendur og lengra komna hefst í janúar og annað fimm vikna námskeið eftir páska. Helgarnámskeið í ullarlitun með kemískum litum verður um miðjan janúar en sólarlitun og jurtalitun í vor og sumar.

Fjölmörg útsaumsnámskeið eru á dagskrá og er þar talsvert um nýjungar. Má þar nefna tveggja kvölda námskeið í refilsaumi, bróderuðum upphafsstöfum eða gamla krosssauminum, augnsaumi og glitsaumi. Þrívíddarsaumur, harðangur og klaustur, svartsaumur, hvítsaumur auk framhaldsnámskeið í svart- og hvítsaumi er á dagskrá. Knipl, baldýring og orkering er á sínum stað en að þessu sinni er einnig í boði framhaldsnámskeið í orkeringu.

2016 hekl sjalPrjón og hekl er sívinsælt. Láréttar lykkjur, tvíbandaprjón og vettlingar sem koma á óvart eru á meðal prjónanámskeiða. Þeir sem kunna að hekla en vilja skerpa á þekkingu sinni og læra að fara eftir uppskriftum/teikningum geta fundið örnámskeið þar sem kennt er að hekla sjal eða uglu auk tveggja kvöld námskeiðs þar sem hekluð er húfa og vettlingar. Einnig er boðið upp á byrjendanámskeið í hekli og upprifjunarnámskeið. Stjörnuhekluð teppi úr plötulopa eru ómótstæðileg en slík teppi má hekla á þar til gerðu námskeiði. Þeir sem vilja virkja ímyndunaraflið geta lært að hekla barnapeysu úr eigin afgöngum án uppskriftar. Gimb er skemmtileg aðferð þar notaður er sérstakur gimbgaffall til að hekla lengjur en úr þeim má t.d. gera falleg sjöl.

Af öðrum námskeiðum má nefna tóvinnu þar sem nemendur læra gömul vinnubrögð við ullarvinnslu. Vattarsaumur er eldri en prjón en hann má læra á fjögura kvölda námskeiði. Þá eru ótalin námskeið í myndvefnaði, tálgun, fléttun kaffipoka og leðursaumi.

Velkomin á námskeið! - skráning á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 551 5500.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e