Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Fyrsta prjónakaffi haustsins 7. september

prjon6Prjónakaffi Heimilisiðnaðarfélagsins hefur verið fastur liður fyrsta fimmtudagskvöld í mánuði um árabil. Í gegnum tíðina hefur prjónakaffið verið haldið á kaffihúsum í bænum en síðastliðið haust var það flutt í húsnæði félagsins í Nethyl 2e.

Eftir frí yfir sumarmánuðina er komið að fyrsta prjónakaffi haustsins fimmtudaginn 7. september kl. 19-22. Þetta kvöld verður dagskrá Heimilisiðnaðarskólans kynnt, námskeiðsbæklingur liggur frammi, kennarar verða á staðnum með sýnishorn.

Húsið opnar kl. 19 en kynningin hefst kl. 20. Ljúffengar kaffiveitingar á sanngjörnu verði - allir velkomnir!

Haustdagskrá Heimilisiðnaðarskólans 2017

logo jpgNú þegar tekið er að halla sumri líður að birtingu haustdagskrár Heimilisiðnaðarskólans. Unnið er hörðum höndum að skipulagi dagskrárinnar þessa daga og verður hún fullbúin í lok ágústmánaðar. Að venju verða mörg spennandi námskeið í boði, sígild námskeið eins og þjóðbúningasaumur, vefnaður, prjón og hekl í bland við nýjungar eins og körfuvefnað og sólarlitun.

Að venju fá félagsmenn pappírsútgáfu senda til sín með pósti. Auk þess er rafræn útgáfa birt hér á heimasíðunni og send með fréttabréfi á póstlista.

Hlökkum til að taka á móti áhugasömum handverksnemendum!

Sumaropnun verslunarinnar

RIDDARATEPPID LITLAVerslun okkar í Nethyl 2e er opin mánudag - fimmtudag kl. 12-17 og föstudag kl. 12-16.

Þann 28. ágúst hefst vetraropnun að nýju - þá lengist opnunartíminn og verður mánudaga - fimmtudaga kl. 12-18 og föstudaga kl. 12-16.

Í verslun okkar fæst allt efni og tillegg til þjóðbúningagerðar, vefnaðargarn og áhöld, bækur og blöð, útsaumspakkningar (Riddarateppið), lopi og band frá Ístex o.fl.

Verið velkomin!

 

Handverksnámskeið fyrir börn 8-15 ára í ágúst

Heimilisiðnaðarfélagið í samstarfi við Árbæjarsafn stendur fyrir handverksnámskeiðum fyrir börn í ágúst.
 
Það jafnast fátt á við að að skapa fallega hluti með eigin höndum í góðum félagsskap og notalegu umhverfi. Á námskeiðinu læra börnin margt skemmtilegt svo sem að tálga, vefa, mála, gera sultu, jurtalita og margt margt fleira. Verkefnin eru við allra hæfi, fjölbreytt og skemmtileg. Kennararnir eru handverks- og listafólk sem vant er að vinna með börnum. Við efnisval er lögð áhersla á náttúruleg efni og endurvinnslu sem setur svip á hin sönnu listaverk. Námskeiðið er haldið í húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins í Nethyl 2e og á Árbæjarsafni.

barnanamskeid netidTímabil námskeiða:
Námskeið 1:
8. - 11. ágúst kl. 9-16 (8-12 ára – f. 2005-2009)
Námskeið 2:
8. – 11. ágúst kl. 9-16 (13-15 ára – f. 2004 – 2002)
Námskeiðsgjald námskeið 1 og 2: 24.000 kr
Námskeið 3:    - UPPSELT - 
14. – 18. ágúst kl. 9-16 (8 – 12 ára – f. 2005 – 2009)
Námskeið 4:    
14. – 18. ágúst kl. 9-16 (13-15 ára – f. 2004 - 2002)
Námskeiðsgjald námskeið 3 og 4: 30.000 kr
 
ATHUGIÐ - veittur er 10% systkinaafsláttur og 20% afsláttur til þeirra sem taka þátt báðar vikurnar. Verð fyrir 9 daga námskeið = 43.300 kr. (í stað 54.000 kr)
Skráning í síma 551 5500 eða á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:
Nafn og kennitala barns
Nafn og kennitala greiðanda
Númer námskeiðs

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e