Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Norrænar handverksbúðir 2021

Youngcraft vefsida skaplegtBÚÐUNUM SEM VERA ÁTTU SUMARIÐ 2020 HEFUR VERIÐ FRESTAÐ TIL 2021 - vegna Covid-19!

Nýjar dasetningar eru: 30.06.-04.07.2021

Dagana 30. júní - 4. júlí 2021 verða handverksbúðir fyrir ungt fólk á aldrinum 16-22 ára í Skjern í Danmörku. Þátttaka í búðunum sjálfum kostar 55 evrur (tæplega 8.000 kr.) en sá kostnaður er greiddur við skráningu (sem hefur verið frestað fram á vorið 2021). Innifalið í þátttökugjaldi er fullt fæði og húsnæði ásamt námskeiðsgjöldum. Auk þátttökugjalds er kostnaður við ferðir, þ.e. flug til Kaupmannahafnar + lest til Skjern (eða flug beint til Billund ef það er mögulegt). Hver þátttakandi fær 200 evru ferðastyrk frá Nordisk kulturfond og er því gert ráð fyrir að ferðakostnaður sé í kringum 50.000 kr. Aðeins eru 9 pláss í boði.

Þátttakendur velja eitt aðalnámskeið (og einn vara valkost) sem varir í tvo daga. Að auki eru sameiginlegar smiðjur, partýkvöld, skoðunarferð o.fl. Námskeiðin sem boðið er upp á eru eldsmíði, trérennismíði, spírala skreytingar, himmeli óróar, blúnduprjón, textíl endursköpun, fataviðgerðir. 

Fararstjóri hópsins er Ragnheiður Valgerður Sigtryggsdóttir. Hún var einnig farastjóri í samskonar ferð sumarið 2018 þegar 8 ungmenni frá Íslandi tóku þátt í frábærri upplifun í Noregi. Kennari fyrir Íslands hönd er Snæfríður Jóhannsdóttir sem kennir prjón.

Skráning fer fram á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Nánari upplýsingar má nálgast hér.

Hefur þú saumað (eða ertu að sauma) faldbúning? Langar þig að skoða íslenska faldbúninginn í London?

faldb1 mailchimpDagana 8.-13. október 2020 leggur Heimilisiðnaðarfélag Íslands land undir fót og heimsækir textílgeymslur Victoria & Albert safnsins í London. Tilgangur ferðarinnar er að skoða faldbúninginn sem Dr. William Hooker hafði með sér frá Íslandi árið 1809 og fjallað er um í bókinni Faldar og Skart. Í boði eru 36 sæti til London þar sem Sigrún Helgadóttir mun halda fyrirlestur á meðan búningurinn verður til sýnis. Allir þeir sem eru félagar í Heimilisiðnaðarfélagi Íslands, og hafa saumað (eða eru að sauma sér) faldbúning, geta skráð sig í ferðina á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Auk þess að heimsækja þessa miklu þjóðargersemi í Blythe House munum við fara á The Antique and Vintage Textile Fair, fá leiðsögn um The Royal School of Needlework og skoða Hampton Court Palace. Fararstjóri í ferðinni er Kristín Vala Breiðfjörð og Sigrún Helgadóttir er, sem fyrr segir, fyrirlesari ferðarinnar.

Dagskrá 8.-13. október:

Fimmtudagurinn 8. október: farið með morgunflugi frá Keflavík til Heathrow, rúta flytur hópinn á hótelið við Kensington Gardens: https://www.thistle.com/en/hotels/london/kensington-gardens.html

Föstudagurinn 9. október: Tveir hópar fara í Blythe House; hópur A er frá klukkan 10:30-12:00 og hópur B er frá klukkan 14:00-15:30. Sigrún Helgadóttir flytur fyrirlestur á meðan búningurinn er skoðaður. Um kvöldið er lagt til að hópurinn snæði saman á hótelinu (aðal umræðuefni kvöldsins verður án efa búningurinn fallegi!).

Laugardagurin 10. október: Verslunardagur! Fararstjóri verður með lista og kort yfir álitlegar efnavörubúðir, bókabúðir, söfn og veitingastaði en þátttakendur verða á eigin vegum þennan dag.

Sunnudagurinn 11. október: Dyrnar opna klukkan 09:30 á The Antique and Vintage Textile Fair. Á þessum árlega markaði má finna margt sem kitlar augun, m.a. líberí borðar, hnappar og tölur, klútar og paisly sjöl! Farið verður með leigubílum í Chelsea Old Town Hall, fararstjóri mælir með því að fólk hafi með sér reiðufé og nóg pláss í ferðatöskunum! Eftir hádegi er hægt að heimsækja annað hvort V&A safnið eða Kensington höll. https://www.textilesociety.org.uk/events/  https://www.vam.ac.uk/  https://www.hrp.org.uk/kensington-palace/

Mánudagurinn 12. október: Lagt verður af stað með rútu til Hampton Court Palace. Hópur A heimsækir the Royal School of Needlework klukkan 11:00 og fær leiðsögn um skólann og sýningu á þeirra vegum á meðan hópur B skoðar Hampton Court Palace. Hóparnir hittast í hádegismat klukkan 13:00 og klukkan 14:00 fer hópur B í the Royal School of Needlework á meðan hópur A skoðar höllina. https://royal-needlework.org.uk https://www.hrp.org.uk/hampton-court-palace/

Þriðjudagurinn 13. október: Farið verður með kvöldflugi heim, rúta flytur hópinn frá hótelinu upp á flugvöll. Hægt verður að geyma farangur á hótelinu fram að brottför, þá gefst kostur á því að hlaupa í síðustu búðirnar!

Verð: 255.500 krónur í einbýli - 171.500 krónur í tvíbýli (með fyrirvara um miklar gengissveiflur).

Innifalið: Flug með Icelandair og gisting á Thistle Kensington Gardens ásamt morgunverði, rútuferðir, aðgangseyrir í textílgeymslur V&A, Vintage and Antique Textile Fair, Royal School of Needlework og Hampton Court Palace, fararstjórn og fyrirlesari.

Skráning og nánari upplýsingar: Skrá þarf þátttöku á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., nánari upplýsingar veitir Kristín Vala í síma 661-3753.

Kynningarfundur fyrir ferðina verður haldinn í húsnæði Heimilisiðnaðarfélags Íslands Nethyl 2 laugardaginn 1. febrúar klukkan 13:30.

Staðfestingargjald: Þegar þátttakendur hafa fengið staðfestingu á sæti í ferðinni þarf að greiða staðfestingargjald 20.000 krónur fyrir 10. febrúar 2020.

Reikningsupplýsingar:

Heimilisiðnaðarfélag Íslands, kt. 600169-6619, Banki: 513-26-5964, Skýring: London, Afrit: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þjóðbúningakaffi Hannesarholti

hannesarholt heimasida minniSunnudaginn 2. febrúar kl. 15-17 er þjóðbúningakaffi Heimilisiðnaðarfélagsins í Hannesarholti Grundarstíg 10.

Það er skemmtilegt að klæða sig upp á í þjóðbúning, sýna sig og sjá aðra og njóta kaffiveitinga í huggulegu umhverfi. Nemendur sem nýlokið hafa við að sauma þjóðbúning eru boðnir sérstaklega velkomnir en kaffisamsætið er öllum opið.

Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 5515500 eigi síðar en á hádegi föstudaginn 31. jan. Kaffi og með því kostar 1.400 kr.

Handverksnámskeið í Eistlandi sumarið 2020

Eistland 20 bannerDagana 5. – 11. júlí 2020 verða haldin spennandi handverksnámskeið í Viljandi í Eistlandi. Boðið er upp á námskeið í þjóðlegu eistnesku handverki en þátttakendur koma hvaðanæva að. Það er háskólinn í Tartu sem skipuleggur námskeiðin með menningu og hefðir Eistlands að leiðarljósi.

Boðið er upp á 36 mismunandi námskeið sem ýmist eru eins eða tveggja daga löng. Kennarar á námskeiðunum eru handverksfólk og listamenn víða að úr heiminum. Hver þátttakandi setur saman eigin námskeiðsdagskrá, auk þess sem spennandi dagsferð og ýmsir viðburðir eru hluti af dagskránni. Á meðal námskeiða að þessu sinni er litun, glerperlugerð, útsaumur, prjón, vinna úr birkiberki, prjónavélaprjón, spuni, spjaldvefnaður, silfurvinna, hekl, viðarvinna og vinna úr beini. 

Skráningin er opin til 15. maí en lægra gjald er fyrir þá sem skrá sig fyrir lok febrúar. Heildarupplýsingar má nálgast hér: https://www.kultuur.ut.ee/en/craft-camp (listi yfir námskeið og einstök atriði , sem og skráning er á þessari síðu)

Fjölmargir íslendingar hafa tekið þátt í handverksbúðunum í Eistlandi í gegnum árin og undantekningarlaust verið mikil ánægja með alla þætti.

Þú getur fundið handverksbúðirnar á Facebook og heimasíðu Tartu.    

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e