Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Heimilisiðnaðardagurinn 7. júní ´15.

Heimilisiðnaðardagurinn er í Árbæjarsafnið 7. júní ´17,  kl. 13:00 - 16:00.

Félagsmenn, nemendur úr Heimilisiðnaðarskólanum og fleiri mæta þá í þjóðbúningunum sínum, sýna sig og sjá aðra. Allir þeir sem eiga þjóðbúninga eru hvattir til að búa sig upp á og taka þátt.

Félagsmenn verða að störfum og kynna handverk sitt, gamalt og nýtt, og Heimilisiðnaðarskólinn er með sýningu á verkum nemenda sinna sem unnin voru í vetur.

Það eru allir velkomnir, og allir sem koma í þjóðbúningum fá frítt inn. Hlökkum til að sjá ykkur.

 

Dagsferð - 9. maí

Árlega dagsferðin okkar er 9. maí, lagt af stað kl. 9:00 frá Nethylnum. Það er nauðsynlegt að skrá sig ekki síðar en 4. maí. Nánari upplýsingar um skráningu, greiðslu og ferðatilhögun má finna hér

Við stefnum á Borgarfjörð. Byrjum á heimsókn til Jóhönnu á Háafelli og fræðumst um geiturnar hennar og afurðir sem hún er með. Því næst förum við í Fossatún og borðum léttan hádegisverð. Heimsækjum síðan Ritu og Paul í Grenigerði en þau eru handverksfólk sem vinna úr horni, ull og við og eru einnig með gróðurhúsaræktun.
Að því loknu tökum við stefnuna á Akranes, skoðum Byggðasafnið í Görðum og fáum okkur kaffi og meðlæti áður en ekið er heim.

Góð hugmynd af hafa prjónana með í rútuna. 

Aðalfundur 2015

Aðalfundur Heimilisiðnaðarfélagsins verður haldinn fimmtudaginn 7. maí 2015, kl. 20:00.

Dagskrá fundarins:
 Venjuleg aðalfundarstörf
 Önnur mál
 Umræður

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. Eftir fundinn verður boðið upp á kaffi

Þjóðbúningadagur.

Búningadagur á Árbæjarsafni 2Árlegur þjóðbúningadagur Þjóðminjasafnsins, Heimilisiðnaðarfélags Íslands og Þjóðdansafélagsins verður haldinn á sunnudaginn 8. mars, kl 2.00 til skemmtunar munu börn frá þjóðdansafélaginu sýna þjóðdansa. Endilega fjölmennið þetta er gott tækifæri til að skarta sínu besta og klæðast þjóðbúningnum.

 

 

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e