Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Einrúm á prjónakaffi

12009823 990513217694426 2984634295835088247 nFimmtudaginn 6. apríl er prjónakaffi Heimilisiðnaðarfélagsins. Þetta kvöld koma þær Kristín og Björg frá EINRÚM og kynna samnefnt garn. EINRÚM er blanda af íslenskri ull og Mulberry silki en þessi einstaka blanda gefur garninu sérstaka eiginleika. Einrúm er til í fjölmörgum litum (sjá hér) sem allir bera nöfn íslenskra steinda og bergtegunda eins og hrafntinna, silfurberg og olivín.

Þær stöllur kynna fyrir gestum söguna á bak við EINRÚM, segja frá garninu og uppskriftunum. VINSAMLEGAGST komið með prjóna nr. 3,5-4,5 því gestum býðst að prjóna prufur úr garninu á staðnum - ekki missa af því!

Prjónakaffi Heimilisiðnaðarfélagsins er haldið í húsnæði félagsins fyrsta fimmtudagskvöld í mánuði. Húsið opnar kl. 19 en kynningar hefjast kl. 20. Kaffi og ljúffengt meðlæti selt á staðnum á sanngjörnu verðu - allir hjartanlega velkomnir.

Bjöllur og spíralar í fornum búningum

 

Spiralar BrotMarjatta Ísberg heldur erindi hjá Heimilisiðnaðarfélaginu í Nethylnum laugardaginn 25. mars kl. 14

Marjatta segir frá frá seminari og vinnustofum sem hún tók þátt í undir yfirskriftinni Balls and Spirals in the Baltic Area en þar voru sérfræðingar frá Finnlandi, Eistlandi og Lettlandi sem héldu erindi um sitt sérsvið varðandi búninga frá 11. og 12. öld. Sérstaklega var fjallað um spíralaskreytingar sem eru einkennandi og af gerð sem finnast hvergi annars staðar í Evrópu. Marjatta útskýrir hvernig þær eru gerðar auk þess að fjalla um muninn á milli búninga í þessum löndum og Skandinavíu (Íslandi).

Aðgangur ókeypis - allir velkomnir!

Þjóðbúningadagur sunnudaginn 12. mars

safnahusidÞjóðminjasafn Íslands heldur árlega þjóðbúningadag í Safnahúsinu við Hverfisgötu sunnudaginn 12. mars kl. 14 í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélagið og Þjóðdansafélag Reykjavíkur. Þetta glæsilega hús skapar skemmtilega umgjörð um samkomu prúðbúina gesta.

Við hvetjum alla okkur félagsmenn til að nota tækifærið og klæðast þjóðbúningum sínum þennan dag og koma og sýna sig og sjá aðra. Einnig mælumst við til að þeir sem þekkja einhverja sem eiga þjóðbúninga frá öðrum þjóðlöndum hvetji þá til þátttöku.

Eins og hefð er orðin fyrir munu félagar í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur sýna dans og bjóða viðstöddum að taka þátt. Í tilefni af 90 ára afmæli Helgu Þórarinsdóttur verður sérstök sýning á þeim búningum sem hún hefur saumað en Helga hefur verið ötull félagsmaður í báðum félögum um áratuga skeið og því gleðiefni beggja félaga að heiðra hana í tilefni stórafmælisins.

Hlökkum til að sjá sem flesta á búningi - þeir sem mæta á búningi fá frítt inn á safnið.

helga th netidHelga Áslaug Þórarinsdóttir (f.14. júlí 1927) verður 90 ára í sumar. Helga er sannkölluð Reykjavíkvíkurmær, en hún hefur búið mest allan sinn aldur í höfuðborginni. Hún lauk handavinnukennaraprófi árið 1963 og kenndi handavinnu í grunnskólum til ársins 1990. Helga starfaði með Þjóðdansafélagi Reykjavíkur í áraraðir, var bæði dansari og kennari. Hún hefur einnig lengi verið félagi í Heimilisiðnaðarfélaginu og kenndi þar til að mynda sauðskinnskógerð.

Þjóðdansarinn og handavinnukonan Helga sameinuðust í þjóðbúningagerðinni. Helga hefur gert ýmis konar íslenska þjóðbúninga, s.s. kyrtla, peysuföt, upphluti og faldbúninga. Helga hefur aldrei setið auðum höndum. Til viðbótar við þjóðbúningana og alla þá handavinnu sem tilheyrir þeim hefur hún unnið að alls kyns handverki. Hún var öflugur félagi Farfugla og ferðaðist mikið með þeim bæði innanlands og utan. Helga er víðförul og hefur ferðast til 42 landa.

Það er Þjóðdansafélaginu og Þjóðdansafélagi Reykjavíkur sönn ánægja að heiðra Helgu Áslaugu Þórarinsdóttur í tilefni af níræðis afmæli hennar á Þjóðbúningadaginn í Safnahúsinu 12. mars.

Hlökkum til að sjá sem allra flesta á búningi ... sem og alla aðra áhugasama.

Handverksnámskeið í Eistlandi sumarið 2017

Eistland netidÍ sumar verða haldin spennandi námskeið í Eistlandi fyrir handverksfólk. Kynningarfundur verður haldinn í Nethylnum laugardaginn 18. febrúar kl. 14. Á fundinum sýnir Sigurbjörg myndir og segir frá þegar hún tók þátt í samskonar handverksbúðum síðastliðið sumar. Þegar hafa þrjár félagskonur ákveðið taka þátt þetta árið og verða þær á staðnum og veita ráðleggingar varðandi flug og ferðir til Eistlands.
 
Handverksbúðir í Eistlandi í sumar
Dagana 9. – 15. júlí 2017 verða haldin spennandi handverksnámskeið í Olustvere í Eistlandi. Boðið er upp á námskeið í þjóðlegu eistnesku handverki en þátttakendur koma hvaðanæva að.  Það er háskólinn í Tartu sem skipuleggur hátíðina með menningu og hefðir Eistlands að leiðarljósi.
 
Kennarar á námskeiðunum eru handverksfólk og listamenn víða úr heiminum sem hver er sérfræðingur á sínu sviði. Á meðal þess sem er í boði er prjón, hekl, saumar, útsaumur, málun, litun, keramik, gler, silfur, barkarvinna, bein og trevinna. Sjá nánar hér: http://www.kultuur.ut.ee/en/craft-camp/ws.

Snemmskráning er til 31. mars (lægra gjald) en síðasti skráningarfrestur er 15. maí. Skráningin fer fram í tveimur þrepum – gætið þess að fylla fyrst út skref eitt og síðan skref tvö. Verið viss um að fylla út bæði skref þar sem í seinna skrefi þarf að gefa upplýsingar um hvaða námskeið eru valin, dagsferðatilboð, gistingu o.fl.

Nánari upplýsingarnar um námskeiðin má finna á eftirfarandi miðlum Ravelry, Facebook, Vimeo og heimasíðu.   

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e