Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Saumað í Njálurefilinn

Funda og fræðslunefnd stendur fyrir ferð á Hvolsvöll n.k. laugardag. Tilgangur ferðarinnar er að sauma í Njálurefilinn, læra refilsaum, og hafa gaman saman. Nánar má lesa um ferðina hér. 

Opið hús og útkoma Hugar og handar.

Þann 20. sept., kl. 13:00 -16:00 verður opið hús í húsnæði Heimilisiðnaðarskólans, að Nethyl 2e.  

Þar mun Heimilisiðnaðarfélagið og kennarar, sem eru að kenna hjá okkur kynna námskeið haustannar. 

Við viljum einni nota tækifærið til að sýna og kyna Hug og hönd, ársrit félagsins sem varað koma glóðvolgt úr prentun. Blaðið er einstaklega glæsilegt í ár. 

Notið tækifærið, komið og hitti kennara, aðra nemendur og kynnist starfsemi Heimilisiðnaðarskólans.

 

Barnanámskeið í ágúst

Hinum ýmsu handverks aðferðum verður fléttað saman í skemmtilegt starf.Allir fá að spreyta sig á fjölbreytum verkefnum við hæfi og þess vegna getur verið að eitthvað verði breytt út frá skipulaginu. Við nýtum okkur nær -umhverfið,  Árbæjarsafn og  Elliðaárdalur heimsótt og þar verður leitað fanga t.d í jurtalitunarefni.  Námskeiðið endar einsog venjulega  með uppskeruhátíð á föstudeginum.

Kennt verður 4 daga fyrri vikuna og 5 daga þá síðari frá kl. 9 að morgni til kl. 16

Gott er að þau hafi slopp, boli eða svuntu til að klæðast yfir fötin sín því hér verður litað, tálgað, málað unnið með lím  svo eitthvað sé nefnt.
Börnin mæta með nesti og klædd eftir veðri. 

Verð á 2ja vikna námskeiði, kr. 46,800.- fyrir félagsmenn kr. 42.120,-

Nauðsynlegt er að greiða staðfestingargjald kr. 10,000.- til að eiga öruggt pláss.

Með góðri kveðju
Marianne og Solveig

Heimilisiðnaðardagur Árbæjarsafni

Sunnudaginn 1. júní 2014 verður árlegur Heimilisiðnaðardagur haldinn í Árbæjarsafninu, kl. 13:00 - 16:00.

Þar verður handsverksfólk að störfum og kynna sitt handverk. Búast má við að hitta fólk vinna við að að hekla, orkera, sauma út, knipla, gera þjóðbúning, jurtalita o.fl.  Þar verður líka sýning á verkum nemenda úr Heimilisiðnaðarskólanum. Þar má nefna þjóðbúninga, útsaum, prjón, skógerð o.m.fl.

Við hvetjum alla til að koma í þjóðbúningnum sínum, og njóta dagsins með öllum hinum sem líka verða á búning. Allir í þjóðbúningi fá frítt inn í Árbæjarsafn þennan dag.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e