Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Þjóðbúningur eftir faldbúninginn

Dóra Jónsdóttir gullsmiður, mun halda fyrirlestur um þróun íslenska þjóðbúningsins frá faldbúninginum.  

Dóru Jónsdóttur þarf vart að kynna fyrir áhugafólki um þjóðbúninga. Hún er einn helsti sérfræðingur okkur í búningasilfri.

Fyrirlesturinn fer fram í Nethyl 2e, laugardaginn 3. maí, kl. 15:00.

Það eru allir velkomnir. Kaffi,  kleinur og spjall eftir fyrirlesturinn. 

Vorferð - 24. apríl

Að þessu sinni verður farið í árlega vorferð Heimilisiðnaðarins til Stykkishólms og Hvanneyrar. Eins og oft áður verður ferðin farin á Sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl n.k.

Lagt verður af stað frá H.F.Í. í Nethyl 2e kl 9:00 (mæting 8:45) og komið heim ca kl 18:30. Kostnaður er kr. 5.500,-  innifalið: rútuakstur,  matur og kaffi.

Vinir og ættingjar eru hjartanlega velkomnir með, sama verð er fyrir alla.  Sjá ferðaáætlun hér.

Takið daginn frá, skráið ykkur í ferðina og staðfestið með greiðslu inná reikning nefndarinnar: 513-14-403816 kt: 2107474519 Munið eftir nafni ykkar í Skýringu!  Einnig er hægt að skrá sig í verslun Heimilisiðnaðarfélagsins.

Með kveðju
Fræðslu og fundanefnd

Þjóðbúningadagur Þjóðminjasafninu

Þjóðbúningadagurinn er í dag, 9. mars í Þjóðminjasafni Íslands og fólk hvatt til að mæta í þjóðbúningi síns heimalands. Dagskrá hefst klukkan 14:00 með dansi í anddyri safnsins en klukkan 15:00v verður leiðsögn um sýninguna Silfur Íslands.

Gestir eru hvattir til að mæta á þjóðbúningi til að sýna sig og sjá aðra en gestir í þjóðbúningi fá ókeypis aðgang þennan dag. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem eiga búning að nota hann og jafnframt fyrir alla sem eru áhugasamir um íslenska þjóðbúninga að koma og sjá fjölbreytni þeirra. Mögulegt verður að fá aðstoð við uppsetningu höfuðbúnaðs á safninu.

Að þjóðbúningadeginum standa Þjóðminjasafn Íslands, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, Þjóðbúningaráð og Þjóðdansafélagið.

Fyrirlestur um purpuralitinn.

Marianne Guckelsberger hefur undanfarið verið að gera tilraunir með það hvernig hægt er að ná purpuralitnum fram á sem bestan hátt.purpuralitur-1911715 521278681324503 1388795408 n

Laugardaginn 22. febrúar, kl.13:30 ætlar hún að kynna fyrir okkur þessa vinnu, og halda fyrirlestur um purpuralitinn. Eftir fyrirlesturinn verða fyrirspurnir.  Og síðan kaffi og kleinur.

Allir eru velkomnir - í Nethyl 2e.

 

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e