Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Prjónaskáld á prjónakaffi

Prjónakaffi febrúarmánaðar verður haldið fimmtudagskvöldið 2. febrúar. Þetta kvöld kynnir Kristín Hrund Whitehead bókina PRJÓNASKÁLD sem hún samdi ásamt stöllu sinni Jóhönnu Maríu Esjudóttur.

PrjonaskaldPrjónaskáld er fjölbreytt og framúrstefnuleg handavinnubók þar sem sköpunarkrafturinn ræður ríkjum. Í bókinni eru uppskriftir að peysum, húfum, vettlingum, treflum, kjólum og flíkum sem má nota á fleiri en einn veg.

Kristín Hrund kemur með flíkur með sér og kynnir jafnframt hugmyndafræðina að baki bókinni en hún miðar að því að uppskriftirnar myndi grunn sem auðvelt sé að breyta og bæta eftir óskum hvers og eins.

Nethylur 2e - húsið opnar kl. 19, kynningin hefst kl. 20.
Kaffi og meðlæti á sanngjörnu verði - allir velkomnir!

Þjóðbúningakaffi í Hannesarholti 22. janúar

hannesarholtSunnudaginn 22. janúar kl. 14 er þjóðbúningakaffi í Hannesarholti við Grundarstíg 10. Hittumst á búningum og eigum saman notalega stund í huggulegu umhverfi. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna enda er hér á ferðinni kjörið tækifæri til að viðra þjóðbúninga hvaða nafni sem þeir nefnast. Þeir sem nýlokið hafa við að sauma þjóðbúning eru sérstaklega velkomnir. Samkoma með þessu sniði var haldin á síðasta ári og heppnaðist hún einstaklega vel og var því ákveðið að endurtaka leikinn.

Eftir kaffið kl. 15 býðst öllum að taka þátt í þjóðbúningasöngstund í Hljóðbergi sem er samkomu og tónleikasalur hússins. Rósa Jóhannesdóttir stýrir söngstundinni en henni til halds og traust verða ungar dætur hennar þær Iðunn Helga og Gréta Petrína.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 5515500 í síðasta lagi fimmtudaginn 19. janúar. Sérstakt tilboð verður á kaffiveitingum í tilefni dagsins, kaffi og kökudiskur með tveimur kökusneiðum með rjóma á 1.500,- kr.

Hannesarholt er sérlega skemmtilegt umhverfi fyrir þjóðbúningakaffi.  Húsið var byggt árið 1915 fyrir Hannes Hafstein fyrsta ráðherra Íslands. Í Hannesarholti er rekin fjölbreytt menningarstarfsemi ásamt veitingarekstri en nánar má lesa um Hannesarholt á heimasíðu hússins hér.

Prjónakaffi - fimmtudaginn 5. janúar

heimasidaFyrsta prjónakaffi ársins verður fimmtudaginn 5. janúar í húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins í Nethyl 2e. Húsið opnar kl. 19 en kl. 20 hefst kynning á spennandi dagskrá Heimilisiðnaðarskólans á vorönn 2017, sjá má námsskrána hér.

Kennarar verða á staðnum með sýnishorn af því fjölbreytta handverki sem læra má á námskeiðum skólans. Frábært tækifæri til að sjá með eigin augum það sem í boði er.

Ljúffengar kaffiveitingar á vægu verði - velkomin!

Þjóðbúningastofan (sem staðsett er í sama húsnæði og HFÍ) verður með opið á prjónakaffinu. Þangað eru gestir velkomnir til að kynna sér þjóðbúningasaum. Jafnframt býðst að koma með eldri búninga til að fá sérfræðinga til að meta ástand þeirra, til að mynda hvort hægt sé að breyta og laga.

Jólaföndur í Árbæjarsafni

jolafondur heimasidaÁ sunnudögum á aðventunni er boðið upp á skemmtilegt gamaldags föndur á Árbæjarsafni. Það eru félagar í Heimilsiðnaðarfélaginu sem aðstoða við föndrið sem er til að mynda gerð músastiga, flétun á jólahjörtum og skraut út filti.

Föndrið fer fram á lofti Kornhlöðuhússins kl. 13-17 sunnudagana 4., 11. og 18. desember.  Þátttaka er gestum að kostnaðarlausu en greiða þarf aðgang að safninu. Hvetjum félagsmenn til að mæta á þjóðbúningi og njóta þess fjölmarga sem í boði er á safninu þessa daga en auk föndurs er verið að spinna á baðstofuloftinu í Árbæ, steypa kerti, tálga o.fl.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e