Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Jólanámskeið laugardaginn 14. nóvember

Heimilisiðnaðarskólinn býður upp á spennandi jólaföndurnámskeið fyrir alla fjökskylduna í Nethylnum. Námskeiðin eru mörg hver ætluð börnum og foreldrum en í einhverjum tilvikum geta fjölskyldur skipt liði og valið sér námskeið. Brjóstsykursgerð, tálgaðir jólasveinar, kríluð bönd, þæfðar jólakúlur, jólapokar, filt jólaskraut og þurrþæfing hentar vel börnum í fylgd fullorðina. Að auki er boðið upp á heklnámskeiðið Fyrst á réttuni svo á röngunni og Tvennt í einu á einn prjón fyrir fullorðna á meðan stálpuð börn geta valið sér önnur námskeið.

Skráning í síðasta lagi fimmtudaginn 12. nóvember á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 551 5500.

Athugið að séu börnin fleiri en tvö greiðist hálf gjald fyrir seinna/seinni börnin.

jolaskraut talgunTálgaðir jólasveinar kl. 10-12 / 12-14 - Bjarni Þór kennir börnum og foreldrum að tálga jólasveina. Börn yngri en 11 ára þurfa að vera í fylgd fullorðins. Verð 3.000 kr. (2.700 kr. fyrir félagsmenn HFÍ) (par – barn í fylgd fullorðin).  

 

2015 jolaskraut 3Brjóstsykursgerð kl. 11-14 - Lærið að gera heimagerðan brjóstsykur með sérfræðingum frá SLIKKERÍ. Farið heim með gómsætt og litríkt gotterí. Verð 8.000 kr (7.200 kr. fyrir félagsmenn HFÍ) (par - barn í fylgd fullorðins).

 

2015 jolaskraut 4Kríluð bönd kl. 10-12 / 12-14 - Að kríla jólabönd er skemmtilegt. Notaðir eru margir spottar (allt upp í 8) í einu í fallegum jólalitum. Kjörið fyrir börn en fullorðnir mega að sjálfsögðu vera með. Verð 3.000 kr. (2.700 kr. fyrir félagsmenn HFÍ)

 

2015 jolaskraut 1Fléttaðir jólapokar kl. 10-12 / 12-14 - Lærið að flétta klassíska jólapoka úr efni, kjörið verkefni fyrir börn og fullorðna saman. Efni í tvo poka innaflið í námskeiðsgjaldi en hægt að kaupa fleiri aukalega. Verð 3.000 kr (2.700 kr. fyrir félagsmenn HFÍ) (par – barn í fylgd fullorðins).

 

2015 jolaskraut 2Saumað út í þæfðar kúlur kl. 10-12 / 12-14 - Þátttakendur fá tvær þæfðar kúlur sem þeir skreyta t.d. með útsaumi, perlum og pallíettum. Hægt að kaupa fleiri kúlur aukalega. Verð 3.000 kr (2.700 kr. fyrir félagsmenn HFÍ) (par – barn í fylgd fullorðins).

 

2015 jolaskraut 6Jólaskraut út filti - kl. 10-12 / 12-14 Skapa má falleg hjörtu, jólasokka, jólatré og fleira með því að klippa út filt og skreyta fallega með útsaumi, perlum og pallíettum. Verð 3.000 kr (2.700 kr. fyrir félagsmenn HFÍ) (par – barn í fylgd fullorðins).

  

2015 jolaskraut 7Þæfðar fígúrur kl. 10-12 / 12-14 - Með nálarþæfingu í gegnum piparkökumót má búa til jólatré, jólasokka og piparkökukarla- og kerlingar. Verð 3.000 kr (2.700 kr. fyrir félagsmenn HFÍ) (par – barn í fylgd fullorðins).

 

PRJÓN OG HEKL

Fyrst á réttunni svo á röngunni! kl. 10-13 - Námskeið í hekli þar sem kennt er munstur sem er zik-zak öðru megin og hjartamunstur hinu megin. Komið með bómullargarn og heklunál við hæfi í jólalitum og lærið að hekla litinn jólaþvottapoka- eða tusku. Verð 7.000 kr. (6.300 kr. fyrir félagsmenn HFÍ) Námskeiðið er fyrir þá sem kunna að hekla.

T2015 jolaskraut 5vennt í einu á einn prjón kl. 10-13 - Lærið að prjóna tvo jóladagatalsvettlinga í einu á einn prjón. Nemendur komi með garn og 80 cm hringprjón sem passar við bandið. Verð 7.000 kr. (6.300 kr. fyrir félagsmenn HFÍ) Námskeiðið er fyrir þá sem kunna að prjóna.

Mörg spennandi námskeið framundan

Á meðal námskeiða er Endurnýting kaffipoka sem kennd er á örnámskeiði fimmtudaginn 29. október kl. 19-22. Kaffipokar eru jafnan litríkir og margir glansandi gylltir eða silfraðir að innan og því fallegur efniviður. Á námskeiðinu er gerð lítil falleg fléttuð karfa sem kennir undirstöðuatriði í verkinu. Gott er að safna saman kaffipokum í öllum mögulegum stærðum og litum, en einnig er hægt að fá poka á námskeiðinu. Pokarnir eru skornir í ræmur og þær fléttaðar saman eftir kúnstarinnar reglum. Áhöld sem þarf að nota eru: Skurðamotta, skurðarhnífur eða dúkahnífur, einnig er hægt að nota skæri, góðan penna og reglustiku, þvotta- eða bréfaklemmur eru góð hjálpartæki við vinnuna. Hægt er að koma með sitt eigið efni og áhöld eða fá endurgjaldslaust á staðnum. Námskeiðsgjald er 7.000 kr (6.300 kr. fyrir félagsmenn).

Námskeiðsbæklingur f. haustönn 2015

Nú er komin út bæklingur um námskeið haustsins (sjá pdf hér). Að vanda er úrvalið fjölbreytt. Í boði verða tvö námskeið í þjóðbúningasaumi og fjölmörg námskeið sem tengjast þjóðbúningunum á einn eða annan hátt svo sem möttulsaumur, undirpils, útsaumur í peysufatabrjóst, svuntuvefnaður, skyrtu og svuntusaumur, baldering, víravirki, baldýring og knippl. Þjóðleg námskeið eins og jurtalitun, tóvinna og spjaldvefnaður eru einnig á dagskrá. Prjón, hekl og útsaumur er sívinsælt og fjölmörg námskeið sem því tengjast í boði bæði fyrir byrjendur og þá sem þegar kunna handtökin. Örnámskeið sem aðeins eru eitt skipti njóta sérstakra vinsælda en slík námskeið eru til að mynda myndhekl, tvöfalt prjón, tvennt í einu á einn prjón, láréttar lykkjur og fyrst á réttunni svo á röngunni. Ýmsar nýjungar eru á dagskrá til að mynda sápugerð og tálgun ýsubeina. Nánari upplýsingar um einstök námskeið má finna fyrir miðju á forsíðu eða hér

 

Handverksnámskeið fyrir börn

4. – 14. ágúst 2015   (sjá einnig hér)

Undanfarin ár hefur Heimilisiðnaðarfélagið boðið upp á sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 7-14 ára. Námskeiðin hafa heppnast ákaflega vel og mörg börn koma ár eftir ár.

Spennandi handverki er fléttað inn í skemmtilegt starf. Allir fá að spreyta sig á fjölbreytum verkefnum við hæfi. Við nýtum okkur nærumhverfið, Árbæjarsafn og Elliðaárdalur heimsótt. Sem fyrr heldur Marianne  Guckelsberger utan um námskeiðið en alltaf eru tveir kennarar á staðnum.

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 4. ágúst og endar með uppskeruhátíð föstudaginn 14. ágúst (9 dagar). Dagskráin hefst kl. 9 að morgni lýkur kl. 16. Gott er að börnin hafi slopp, boli eða svuntu til að klæðast yfir fötin sín því það verður litað, tálgað, málað og unnið með lím svo eitthvað sé nefnt. Börnin mæta með nesti og klædd eftir veðri.

Verð 48.800,- kr. en fyrir félagsmenn 43.920,- kr. Nauðsynlegt er að greiða 12.000,- kr. staðfestingargjald. Upplýsingar og skráning í síma 551 7800 / eða á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e