Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Námskeið á haustönn 2018

prjonakaffi sept18 xxBæklingur með námskeiðsframboði Heimilisiðnaðarskólans haustið 2018 liggur nú fyrir (sjá pdf af bæklingi hér). Bæklingurinn er sendur í pósti til félagsmanna en auk þess má nálgast hann á skrifstofu HFÍ.

Námskeiðin verða kynnt á prjónakaffi í Nethylnum fimmtudagskvöldið 6. september kl. 20. Það kvöld verða kennarar á staðnum með sýnishorn - sjón er sögu ríkari. 

Fyrsta prjónakaffi haustsins 6. september

kaffibolliHeimilisiðnaðarfélagið hefur árum saman staðið fyrir prjónakaffi fyrsta fimmtudagskvöld í mánuði. Tekið er frí yfir sumarmánuðina en í september hefst fjörið að nýju í húsnæði félagsins að Nethyl 2e.

Fyrsta prjónakaffi haustsins er fimmtudagskvöldið 6. september, húsið opnar kl. 19 en kynningar hefjast kl. 20. Eins og hefð er fyrir á fyrsta prjónakaffi haustsins verður það kvöld kynnt þau námskeið sem eru í boði á haustönn í Heimilisiðnaðarskólanum. Þar kennir að venju ýmissa grasa, vefnaður, prjón og hekl, útsaumur, tóvinna, þjóðbúningasaumur o.fl. o.fl.

Allir velkomnir á prjónakaffi - ljúffengar kaffiveitingar á vægu verði! 

Handverkshátíðin á Hrafnagili

hrafnagilHandverkshátíðin á Hrafnagili fer fram dagana 9. - 12. ágúst. Að venju tekur Heimilsiðnaðarfélagið þátt í hátíðinni og kynnir starfsemi sína. Sérstakir gestir hátíðarinnar eru Spunasystur og efnt verður til fjöldaspuna á föstudeginum. Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins er einnig áhersla á íslenska þjóðbúninga. HFÍ lætur ekki sitt eftir liggja í að kynna búningana en auk þess gefst gestum tækifæri á að prófa augnsaum og gamla íslenska krosssauminn. Til sölu verða útsaumspakkningar, riddarateppið og bækur og blöð. 

Hvetjum félagsmenn okkar um land allt að koma við á bás HFÍ!

Athugið að vegna Hrafnagils verður lokað í verslun og á skrifstofu HFÍ föstudaginn 10. ágúst.

Handverksnámskeið fyrir börn í ágúst

barnanamskeid 2018 frettabrefEins og undanfarin ár verður boðið upp á spennandi handverksnámskeið fyrir börn í ágúst. Það jafnast fátt á við að að skapa fallega hluti með eigin höndum í góðum félagsskap og notalegu umhverfi. Verkefnin eru við allra hæfi, fjölbreytt og skemmtileg. Kennararnir eru handverks- og listafólk sem vant er að vinna með börnum.  Námskeiðið er haldið í húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins í Nethyl 2e og á Árbæjarsafni.

 

Tímabil námskeiða:

Námskeið 1: 7. - 10. ágúst kl. 9-16 (8-12 ára – f. 2006-2010) sjá nánar, námskeiðsgjald 25.200 kr. LAUS PLÁSS 

Námskeið 2: 13. – 17. ágúst kl. 9-16 (8 – 12 ára – f. 2006 – 2010) sjá nánar, námskeiðsgjald 31.500 kr. LAUS PLÁSS

ATHUGIÐ - veittur er 10% systkinaafsláttur og 20% afsláttur til þeirra sem taka þátt báðar vikurnar. Verð fyrir 9 daga námskeið = 45.360 kr. (í stað 56.700 kr) ... félagsmenn HFÍ fá 10% afslátt.

Skráning í síma 551 5500 eða á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram: Númer námskeiðs, nafn og aldurbarns, nafn og kennitala,  greiðanda, nafn og símanúmer forráðamanns.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e