Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Aðalfundur HFÍ þriðjudaginn 15. maí kl. 18

logo hfi utiAðalfundur Heimilisiðnaðarfélags Íslands verður haldinn í húsnæði félagsins í Nethyl 2e:

Þriðjudaginn 15. apríl kl. 18

Dagskrá hefðbundin aðalfundarstörf - sjá lög félagsins hér.

Eins og lög félagsins gera ráð fyrir er fundarboð sent skriflega til félagsmanna með 14 daga fyrirvara.

Minnum á að ársreikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins 10 daga fyrir aðalfund svo félagsmenn geti kynnt sér þá.

Út úr skápnum - þjóðbúningana í brúk!

20180319 141503 resizedSunnudaginn 8. apríl kl. 13-16 býðst almenningi að koma til Heimilisiðnaðarfélgsins í Nethyl 2e með þjóðbúninga og búningahluta til skoðunar og mátunar. Sérfræðingar í þjóðbúningasaumi og búningasilfri á staðnum til ráðgjafar og ráðleggingar. Allir hjartanlega velkomnir!

Út úr skápnum - þjóðbúningana í brúk! er yfirskrift verkefnis sem félagið stendur fyrir í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Markmiðið er að hvetja landsmenn til að draga fram þjóðbúninga sem víða leynast í skápum. Sérstaklega er hvatt til þess að ungar konur klæðist búningum formæðra sinna, með því flyst sá menningararfur sem felst í þjóðbúningum á milli kynslóða.

Þennan sunnudag veita Jófríður Benediktsdóttir og Oddný Kristjánsdóttir klæðskerar og þjóðbúningakennarar ásamt Dóru Jónsdóttur gullsmiði og sérfræðingi í búningasilfri gestum upplýsingar. Tækifæri gefst til að máta og fá ráðleggingar hvort gera þurfi breytingar. 

Verkefnið er styrk af afmælissjóði #fullveldi1918

Norrænt þjóðbúningaþing í Danmörku sumarið 2018

skinnskorDagana 6. - 10. ágúst verður haldið Norrænt þjóðbúningaþing í Tisvildeleje á Norður-Sjálandi. Þemað að þessu sinni er Prjón í norrænum þjóðbúningum með áherslu á tímabilið 1750-1900 sjá má dagskrána hér.

Þingið er ætlað þeim sem í störfum sínum sinna þjóðbúningum eða málefnum þeim tengdum. Þátttaka á þingunum er takmörkuð við 60 manns, þar af 5 frá Íslandi. Sækja skal um þátttöku á sérstöku eyðublaði (sjá hér)  fyrir 15. mars til fulltrúa Íslands (sjá hér) á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Upplýsingarblað þar sem fram kemur hvaða örnámskeið verða í boði, ásamt kostnaði við þátttöku má nálgast hér.

Þingið í Danmörku í sumar er það sextánda í röðinni en þing af þessu tagi var fyrst haldið árið 1978. Næsta þing hér á landi verður árið 2021.

Handverksnámskeið í Eistlandi sumarið 2018

logo eistlandDagana 8. – 14. júlí verða haldin spennandi handverksnámskeið í Olustvere í Eistlandi. Boðið er upp á námskeið í þjóðlegu eistnesku handverki en þátttakendur koma hvaðanæva að.  Það er háskólinn í Tartu sem skipuleggur námskeiðin með menningu og hefðir Eistlands að leiðarljósi.

Boðið er upp á 37 mismunandi námskeið sem ýmist eru eins eða tveggja daga löng. Kennarar á námskeiðunum er handverksfólk og listamenn víða að úr heiminum. Á meðal þess sem boðið er upp á að þessu sinni er prjón, saumar, útsaumur, vefnaður, fléttun, þæfing, spuni, litun, keramik, gler, silfursmíði, barkarvinna, horn og bein, leðurvinna o.fl. Nálgast má upplýsingar um námskeiðin hér.

Snemmskráning er til 31. mars (lægra gjald) en síðasti skráningarfrestur er 15. maí (athugið að enn eru laus pláss þrátt fyrir að fresturinn sé runnin út!). Skráningin fer fram í tveimur þrepum – gætið þess að fylla fyrst út skref eitt og síðan skref tvö. Verið viss um að fylla út bæði skref þar sem í seinna skrefi þarf að gefa upplýsingar um hvaða námskeið eru valin, dagsferðatilboð, gistingu o.fl.

Síðastliðið sumar fór hópur frá Íslandi í handverksbúðirnar í Eistlandi. Það var samdóma álit hópsins að hér væru á ferðinni góð námskeið í spennandi og heillandi umhverfi.

Þú getur fundið handverksbúðirnar á Ravelry, Facebook, Vimeo og á heimasíðu.    

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e