Fréttir
Spennandi námskeið á vorönn
- Details
- Created on 22 December 2017
Að venju býður Heimilisiðnaðarskólinn upp á spennandi námskeið í ýmsu handverki. Bæklinginn fyrir vorönn 2018 má nálgast á pdf-formi hér.
Hefðbundin námskeið eins og þjóðbúningasaumur, vefnaður, hekl, prjón og útsaumur verða í boði en einnig verða ýmsar nýjungar svo sem hrosshársfléttun, bútasaum og þrívíddarvefnað.
"Hálf lokað" á milli jóla og nýárs
- Details
- Created on 22 December 2017
Námskeiðsbæklingur haustið 2017
- Details
- Created on 28 August 2017
Dagskrá Heimilisiðnaðarskólans haustið 2017 er tilbúin. Að venju eru mörg spennandi námskeið í boði, klassísk námskeið í bland við spennandi nýjungar. Námskeiðbæklinginn má nálgast á pdf formi hér. Skráning fer fram á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Námskeiðin eru frá einu kvöldi upp í tólf vikna námskeið. Fjölbreyttnin er mikil og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Af nýjungum á dagskránni má nefna origami, ofnar spiladósir, þæfð tröll, jurtasmyrsl og aðstoð við að klára flosuð verk.
Þjóðbúningarsaumur, baldýring, undirpils við þjóðbúning ásamt möttulsaumi eru á sínum stað. Fimm vikna vefnaðarnámskeið hefst í október en einnig er boðið upp á myndvefnað og spjaldvefnað. Útsaumur af ýmsu tagi er heillandi en þar býðst harðangur, refilsaumur, gamli íslenski krossaumurinn, þrívíddarsaumur og útsaumuð vöggusett. Hekl fyrir byrjendur er á vísum stað ásamt prjónatækni, myndprjóni, tvíbandavettlingum og frágangi á prjónaflíkum. Tóvinna og vattarsaumur er þjóðlegt og sígilt handverk. Orkering og knipl hefur heillað marga í gegnum tíðina. Körfuvefnaður er í algleymingi en þar er boðið upp á vínviðarkörfu eða epla/prjónakörfu auk þess sem í fyrsta sinn er boðið upp á ofnar spiladósir. Skemmtilegt er að endurvinna kaffipoka með skáfléttun. Jurtalitun og sólarlitun er spennandi hver á sinn hátt.
Það jafnast ekkert á við að læra nýtt og spennandi handverk í góðum félagsskap. Hlökkum til að taka á móti áhugasömum handverksnemendum!
Aðalfundargerð
- Details
- Created on 19 May 2017
Þann 3. maí síðastliðinn var haldinn 104. aðalfundur Heimilisiðnaðarfélags Íslands. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf. Á meðal dagskrárliða eru skýrslur nefnda þar sem formenn þeirra lýsa starfi nefndanna síðastliðið starfsár. Skýrslur þessar gefa góða mynd af því hversu öflugt og fjölbreytt sjálfboðaliðastarf er unnið innan félagsins. Fyrir þá sem ekki höfðu tök á að mæta á fundinn bendum við á að skýrslur þessar eru birtar í fullri lengd í fundargerð aðalfundarins sem nálgast má hér.
Stjórn þakkar fráfarandi og núverandi nefndarmönnum kærlega fyrir vel unnin störf. Hlökkum til komandi starfsárs.