Verslun

Í verslun / þjónustudeild eru seldar vörur til þjóðbúningagerðar, áhöld og efni í vefnað og í íslenskan útsaum. Lesa meira.

Námskeið

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á fjölda námskeiða á hverju ári. Smelltu hér til að kynna þér úrval námskeiða okkar.

Útgáfa

Sjónabók er handrit með munstrum sem notuð voru í útsaumi, vefnaði og til ýmissa hannyrða áður fyrr. Lesa meira.

Fréttir

Þjóðbúningadagur í Þjóðminjasafni

Sunnudaginn 13. mars verður þjóðbúningadagur í þjóðminjasafni Íslands.  Gestir eru hvattir til að mæta á þjóðbúningi til að sýna sig og sjá aðra. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem eiga búning að nota hann og jafnframt fyrir alla sem eru áhugasamir um íslenska þjóðbúninga að koma og sjá fjölbreytileika þeirra. Mögulegt verður að fá aðstoð við að setja upp höfuðbúnaðinn. Sérstaklega er hvatt til þess að fólk mæti á þjóðbúningi síns heimalands.

Á Torgi við safnabúðina verður sýningin Kvon. Á sýningunni má sjá kjóla hannaða af Maríu h. Ólafsdóttur, en hún sækir meðal annars innblástur í íslenska þjóðbúninga.  Sýningin er óður til fagurkerans, minni til íslenskra kvenna, ómr fortíðar og vitnisburður núíðar.

Viðburðurinn hefst kl. 14:00

Aðgangur er ókeypis fyrir alla sem mæta í safnið á þjóðbúningi.

 

Nýtt netfang

Vegna aukinna umsvifa, bæði hjá félaginu og skólanum höfum við tekið í notkun nýtt netfang fyrir skólann. 

Þannig að nú er netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   fyrir Heimilisiðnaðarskólann, t.d. skráningar á námskeið og til að leita upplýsinga um námskeið o.fl.þ.h. Gamla netfangið, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  verður áfram fyrri almen félagsmál, búðina o.fl.  Starfsfólk félagsins gætir þess að ef póstur er ekki á réttu netfangi þá verður hann framsendur rétta leið. 

 

Prjónakaffið 3. mars

Það eru allir velkomnir í prjónakaffíð á Amokka í Kópavogi.    Húsið opnar kl. 18:00. Þá verður hægt að fá sér eitthvað gott að borða.

Til að næra andlegu hliðina og gleðja augað, kemur síðan aðili frá Handprjón.is og leiðir okkur inn í undraheima garns og fleira sem snýr að prjónlesi.

Prjónakaffihúsið í janúar

Prjónakaffi HFÍ í Amokka, Kópavogi sem alla jafna er 1. fimmdudag í mánuði færist nú á 2. fimmtudag, þ.e. 13. janúar 2011. Þessi undantekning er gerð vegna þess að hefðbundinn tíma ber upp á 13. dag jóla.   Næsta prjónakaffi verður því 13. janúar n.k. Vinsamlega hjálpið okkur að láta þetta berast til prjónakvenna því sumar þeirra eru litlir tölvunotendur.  Það er leitt ef einhverjir fara fýluferð vegna þessa.

Heimilisfang

Heimilisiðnaðarfélagið

Nethyl 2e

110 Reykjavík

 

 

Hafðu samband

Sendu okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hringdu í síma 551 5500

Kíktu til okkar í Nethyl 2e